Var orðinn 107 kíló og vildi skipta um takt

Wayne Paul var gestur Sölva Tryggvasonar.
Wayne Paul var gestur Sölva Tryggvasonar. Skjáskot/YouTube

Wayne Paul er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Hann býr á Íslandi og hefur í fjölda ára sérhæft sig í heilsu og aðstoðar fólk við að auka hreyfigetu. Í þættinum segir hann frá sinni eigin vegferð.

„Ég hef alltaf hugsað um heilsu og eins og hjá mörgum karlmönnum. Ég hugsaði lengi vel bara um að vera sterkur og stæltur, en svo rakst ég á vegg. Fyrir 10 árum var ég orðinn 107 kíló og þó að ég hafi verið sterkur og með stóra vöðva, var ég líka orðinn stífur, þungur og með verki,“ segir Wayne. Hann fann að hann vildi breyta einhverju og komst á þeim tíma í kynni við alls kyns heildræna hluti sem fengu hann til að skipta alveg um takt.

„Ég áttaði mig á því að ég vildi langlífi og vellíðan og breytti bæði hreyfingu minni og næringu. Markmiðin breyttust í að vilja frelsi í eigin líkama og undanfarin 10 ár hef ég gert allt til að ná mér í meiri þekkingu hvað það varðar um allan heim. Ég færði mig úr lyftingum yfir í dans, bardagaíþróttir og alls kyns hreyfilistir og hef aldrei verið frjálsari í eigin líkama en núna. Það er áhugavert þegar fólk verið að vinna í auka hreyfigetu og liðleika hvernig hugurinn er oft jafnstífur og líkaminn. Maður þarf að fara í gegnum hugrænar hindranir til að líkaminn leyfi manni að losa meira,“ segir Wayne.

Kom fyrst sem ferðamaður

Wayne, sem fæddist á Möltu ætlaði upphaflega aðeins að koma hingað sem ferðamaður, en er hér enn 10 árum eftir að hann kom fyrst.

„Ég ætlaði bara að vera í nokkrar vikur, en landið togaði í mig og ég endaði á að fá starf hér og nú hef ég búið hér í mörg ár. Malta er frábært land með æðislegu veðri og auðvitað kemur það fyrir að ég sakna þess að vera berfættur á ströndinni í hlýju veðri, en Ísland er frábært land með yndislegu fólki. Mér líður stundum eins og ég sé staddur á stórum leikvelli fyrir fullorðið fólk á Íslandi. Öll þessi náttúra og afþreying sem er í boði, hópar af fólki sem eru að gera framúrstefnulega hluti og fleira í þeim dúr. Mér hefur verið gríðarlega vel tekið af Íslendingum og ég held að almennt séu Íslendingar virkilega hlýtt og gott fólk. Þeir sem upphaflega komu til Íslands hafa verið sérstakur hópur. Líklega örlítið klikkað fólk með mikla orku og þörf fyrir frelsi. En það er ótrúlegt að hugsa um skilyrðin sem fólk hefur búið við hér í gegnum aldirnar og genin ykkar hljóta að bera með sér þrautseigju og styrk,“ segir Wayneþ

Wayne, sem rekur Movelab ásamt Núma Snæ Katrínarsyni, segir líkamann geyma áföll og tilfinningar og þegar liðleiki aukist, léttist líka hugurinn.

„Við þurfum í grunninn fjóra lækna: Hamingjulækninn, hreyfingarlækninn, næringarlækninn og hvíldarlækninn. Ef við ætlum að vera í góðu jafnvægi og ná langlífi þurfum við að huga að þessum fjórum þáttum. Hvað er það sem gerir okkur hamingjusöm og ástríðufull, hvernig er hreyfingin okkar, næringin og síðast en ekki síst, hvað gerum við til að hlaða okkur og hvílast. Það getur verið gott að skoða alla þessa þætti og sjá hvar mest vantar upp á. Sumir eru mjög uppteknir af hreyfingu og næringu og heilsu, en það vantar upp á ástríðu, gleði og hvíld. Svo eru aðrir sem eru að vinna við eitthvað sem þeir elska og hvílast vel, en hreyfa sig lítið sem ekkert og borða óhollt. Til lengri tíma kemur það alltaf í bakið á manni ef það vantar mjög mikið upp á í einu af þessum fjórum atriðum,“ segir Wayne.

Þáttinn með Wayne og alla aðra hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar má nálgast á vef hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál