Án áfengis og fíkniefna í tvo áratugi

Russell Brand er búinn að vera edrú í 20 ár.
Russell Brand er búinn að vera edrú í 20 ár. ANDREW COWIE

Skemmtikrafturinn Russell Brand fagnaði því á dögunum að hann hefði haldið sig fjarri áfengi og vímuefnum í tvo áratugi. Hann þakkaði ástvinum sínum fyrir stuðninginn í gegnum árin og sagðist ekki hafa getað gert þetta án þeirra. 

Brand fór í meðferð árið 2002 eftir að hafa verið handtekinn reglulega undir áhrifum. Fór hann í þriggja mánaða meðferð.

„Það sem mér hefur verið kennt og sýnt er að það er ómögulegt fyrir manneskju eins og mig að neyta ekki áfengis og vímuefna, nema ég hafi nógu góðan stuðning frá fólki sem skilur hvernig það er að vera undir áhrifum vímuefna og áfengis, eða þið vitið, ákveðin hegðun er nauðsynleg svo manni líði vel,“ sagði Brand í myndband á Instagram.

Hann sagðist þó taka einn dag í einu og að þetta væri áframhaldandi ferli. „Því enn þá, á hverjum degi í 20 ár án krakks og heróíns, án áfengis, þá finn ég mjög sterka þörf hjá mér að þóknast öðrum eða finna eitthvað til að dreifa huganum,“ sagði Brand. 

Hann hvatti aðra sem glíma við fíkn til að leita sér aðstoðar og sagðist vera þakklátur fyrir að vera á þeim stað sem hann er í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál