18 kíló „hrundu af“ körfuboltahetju

Shaquille O'Neal breytti um mataræði.
Shaquille O'Neal breytti um mataræði. AFP

NBA-leikmaðurinn fyrrverandi Shaquille O'Neal er búinn að missa um 18 kíló. O'Neil segist ekki ætla að láta staðar numið í bili og ætlar að léttast um 9 kíló í viðbót. 

O'Neal ræddi við Entertainment Tonight um breytinguna, en hann segir breytt mataræði og breyttar æfingar vera lykilinn að árangrinum.

„Vinkona mín hringdi í mig og sagði: „Þú ert feitur“ og gaf mér svo upp nafnið á einummanni. Og hann sendi mig í blóðrannsókn. Hann sagði mér hvað ég átti að gera og ekki gera, borða meira grænmeti, járnbyrgðirnar væru litlar. Síðan þegar ég gerði þessar breytingar, þá hrundu kílóin af. Þetta snýst mest um að borða rétt,“ sagði O'Neal. 

O'Neal, sem er 216 sentímetrar að hæð, var rúmlega 181 kíló en er nú um 163 kíló.

Körfuboltamaðurinn fyrrverandi segist ekki hafa verið mikil salatæta fyrir en nú taki hann vítamín og bætiefni, drekki hristinga og forðist gos. Svo stefnir hann á að hætta að borða brauð reglulega. 

„Ég held ég gæti náð Marky Wahlberg-útlitinu. Ég vil vera þekktur sem svarti Mark Wahlberg,“ sagði O'Neal og vísar þar til þess þegar Wahlberg kom sér í fantaform fyrir kvikmynd og þyngdi sig svo gríðarlega á stuttum tíma fyrir sömu kvikmynd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál