Arnar fastaði í mánuð og missti 23 kíló

Arnar Fannberg Gunnarsson missti 23 kíló í janúar.
Arnar Fannberg Gunnarsson missti 23 kíló í janúar. Samsett mynd

Arnar Fannberg Gunnarsson, vaktstjóri í Dalslaug, missti 23 kíló í janúarmánuði en líkt og Smartland greindi frá í upphafi árs fastaði hann allan mánuðinn. Arnar segir tilfinninguna við að ná þessu markmiði sínu alveg magnaða en hann segist hafa verið mjög meðvitaður um að hann ætlaði að ná þessu.

„En maður er alltaf með smá efa bakvið eyrað. Þannig það er mjög gott að vita að ég hafi náð þessari áskorun,“ segir Arnar. Föstuna tók hann í samráði við lækninn sinn. Nú þegar föstunni lauk á miðvikudag fór hann í efnaskiptamælingu hjá Greenfit og kom í ljós að 95% af allri orku sem líkaminn var að brenna var hrein fita.

En hvað borðar maður í fyrstu máltíð eftir mánaðarlanga föstu?

„Ég fékk mér nú bara mjög létt í fyrstu máltíð eins og maður verður að gera, byrjaði á lítra af beinasoði og svo fékk ég mér tvö linsoðin egg eftir það,“ segir Arnar. Í gær borðaði hann svo kjúklingasúpu og í dag er stefnan tekin á naut og bernaise-sósu. Það er ekki síður áskorun að venja líkamann aftur við að borða eftir svo langa föstu og því mun Arnar taka því rólega næstu daga og hlusta á líkamann.

Ódýr mánuður

Spurður hvort hann hafi lent á vegg á einhverjum tímapunkti í janúar segir Arnar nei, sem betur fer ekki. Mánuðurinn hafi verið fljótur að líða. Hvort hann hafi þráð að borða einhvern ákveðinn mat á meðan segir hann nei. „Ég var svo vel andlega undirbúinn að þrátt fyrir að ég horfði mikið á matarmyndbönd til að skoða hvaða veitingastaði ég þarf að fara á þegar ég fer til Tenerife að taka fyrstu atvinnuréttindin í köfun,“ segir Arnar.

Hann segist ekki sjá fyrir sér að taka aftur svona langa föstu því hann ætlar ekki að eiga fituforðann í að gera það aftur.

„Ég geri ráð fyrir að taka eina til tvær vikur eftir Tenerife ferðina. Þetta var alveg æðislegur mánuður og í þokkabót var þetta svo ódýr mánuður,“ segir Arnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál