Opnar sig um notkun hugvíkkandi efna

Harry Bretaprins segir hugvíkkandi efni hafa hjálpað sér að takast …
Harry Bretaprins segir hugvíkkandi efni hafa hjálpað sér að takast á við áföll og sársauka úr fortíðinni. AFP

Harry Bretaprins opnaði sig nýverið um geðheilsu sína og talaði opinskátt um að notast við hugvíkkandi efni í meðferðarskyni. Hann segir efnin hafa opnað á ýmsa hluti sem hann hafi bælt niður í mörg ár. 

Fram kemur á vef Page Six að Harry hafi rætt við áfallasérfræðinginn Gabor Maté síðastliðinn laugardag. Þá hafi hann talað um að hugvíkkandi efni hafi hjálpað sér að takast á við fyrri áföll. 

„Þau þrifu framrúðuna mína, fjarlægðu síur lífsins, þessi lög af síum – þau fjarlægðu þetta allt fyrir mig og færðu mér slökun, létti, þægindi og léttleika,“ sagði hann. 

Í fyrstu notuð til afþreyingar

Til að byrja með segist Harry hafa notað hugvíkkandi efni sér til afþreyingar, en hann hafi síðar áttað sig á kostum efnanna. „Ég myndi segja að þau væru einn af grundvallarþáttum lífs míns sem breyttu mér og hjálpuðu mér að takast á við áföll og sársauka í fortíðinni,“ sagði hann.

Nýlega viðurkenndi Harry að hafa notað fíkniefni, eins og kókaín og marijúana, sem unglingur í bók sinni, Spare, sem kom út í janúar síðastliðnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál