Opinberaði einhverfugreiningu og gladdi aðdáanda með 14 milljónum

Söngkonan Sia opinberaði einhverfugreiningu.
Söngkonan Sia opinberaði einhverfugreiningu. Skjáskot/Wikipedia

Ástralska tónlistarkonan Sia ræddi opinberlega um það að hafa greinst með einhverfu á fimmtugsaldri í hlaðvarpsþættinum Rob Has a Podcast en hún var óvæntur gestur ásamt Carolyn Wiger, fyrrverandi keppanda raunveruleikaþáttarins Survivor. Wiger á það sameiginlegt með Siu að hafa einnig greinst með einhverfu eftir fertugt. „Ég er á einhverfurófi, í bata eftir fíkn og hvaðeina,“ sagði Sia. „Það er margt í gangi.“

Kom heldur betur á óvart

Chandelier–söngkonan er mikill aðdáandi Survivor og hefur frá árinu 2016 gefið slatta af eigin peningum til verðugra keppenda þáttarins. Í ár, eftir að lokaþátturinn var sýndur, ákvað hún að verðlauna Wiger, sem lenti í þriðja sæti og gaf henni höfðinglega peningagjöf eða 14 milljónir íslenskra króna. Wiger lýsti yfir þakklæti sínu og hrósaði poppstjörnunni fyrir það að hafa opnað sig varðandi greininguna. 

„Að vera í bataferli og að komast að því hvers konar taugasjúkdóm þú gætir mögulega verið með eða ekki verið með...Ég hugsa að einn stærsti hluturinn í lífinu sé sá að enginn getur þekkt þig eða elskað þig ef þú ert uppfullur af leyndarmálum og í stöðugri skömm,“ útskýrði Sia. 

Nýlega greind

Sia hefur áður sagt frá baráttu sinni við lyfja- og áfengisfíkn og þunglyndi. „Þegar maður situr í herbergi yfirfullt af ókunnugum og segir frá dýpstu og skammarlegustu leyndarmálum sínum, þá líður manni betur. Þér finnst þú loks séður,“ hélt söngkonan áfram. 

Sia, sem er 47 ára, virtist gefa í skyn að hún hafi heldur nýlega fengið að vita um einhverfugreininguna en að henni líði mun betur í dag. „Í rúm 45 ár var ég alltaf: Jæja, ég verð að klæða mig í mannlega gallann,“ útskýrði hún. „Á síðustu tveimur árum hef ég fundið mig, ég er loks ég sjálf.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál