Guðmundur í Brimi keypti hús Hannesar Smárasonar

Guðmundur Kristjánsson keypti Fjölnisveg 11.
Guðmundur Kristjánsson keypti Fjölnisveg 11. mbl.is/Samsett mynd

Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður í Brimi hefur keypt hús Hannesar Smárasonar við Fjölnisveg 11 í Reykjavík. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðmundur festir kaup á húsinu því hann átti það á árunum 2002-2005 en húsið keypti hann af Boga Pálssyni sem oft er kenndur við Toyota. Þegar blaðamaður Smartlands hafði samband við Guðmund staðfesti hann að kaupin hefðu átt sér stað. En hvers vegna ákvað hann að kaupa húsið aftur?

„Mig langaði að búa í borg Jóns Gnarrs,“ segir Guðmundur og hlær og bætir við: „Mér leið vel í þessu húsi þegar ég bjó þar. Þegar ég sá það auglýst ákvað ég að slá til. Það er fínt að flytja aftur í bæinn,“ segir hann.

Í dag býr Guðmundur á Marbakka við Nesveg 107 og hefur húsbyggingin líklega ekki farið framhjá neinum. Guðmundur festi kaup á húsinu 2005 og lét rífa það og byggði nýtt í staðinn. Nýja húsið stendur á 1.200 fm sjávarlóð og var teiknað af Sigríði Sigþórsdóttur en hún hannaði einnig Bláa lónið.

Ætlar þú að selja Marbakka?

„Ég ætla bara að búa á einum stað í einu,“ segir hann.

Guðmundur Kristjánsson hefur fest kaup á Fjölnisvegi 11.
Guðmundur Kristjánsson hefur fest kaup á Fjölnisvegi 11. Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál