Plain Vanilla-forstjóri kaupir glæsiíbúðir á besta stað

Þorsteinn B. Friðriksson hjá Plain Vanilla.
Þorsteinn B. Friðriksson hjá Plain Vanilla. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla, hefur fest kaup á tveimur íbúðum við Ægisíðu 96. Íbúðirnar eru skráðar á fasteignafélag í hans eigu, Sif fasteignafélag ehf., sem stofnað var fyrr á þessu ári. Um er að ræða 110 fm íbúð í kjallara hússins og 156 fm íbúð á fyrstu hæð.

Þorsteinn verður í góðum félagsskap á Ægisíðunni því söngkonan Björk Guðmundsdóttir býr við Ægisíðu 94 og María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona og eiginmaður hennar, Pétur Árni Jónsson, eigandi Viðskiptablaðsins, búa á númer 90.

Hæðirnar á þessum stað Ægisíðunnar eru með dýrustu íbúðum sem hægt er að festa kaup á í Reykjavík og samkvæmt heimildum Smartlands Mörtu Maríu borgaði Þorsteinn um 100 milljónir fyrir íbúðirnar tvær.

Þorsteinn B. Friðriksson hjá Plain Vanilla.
Þorsteinn B. Friðriksson hjá Plain Vanilla. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál