Keypti 132 milljóna hús af forstjóra Íbúðalánasjóðs

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. mbl.is/Golli

Fótboltamaðurinn Kolbeinn Sigþórsson keypti hús af Hermanni Jónassyni og Guðrúnu Sigtryggsdóttur árið 2013. Settar voru 132 milljónir á húsið en það stendur við Haðaland 7 í Fossvogi. Kolbeinn er ekki með lögheimili í Haðalandi heldur er skráður til heimilis í Hollandi. Haðaland laðar að sér fótboltamenn en Eiður Smári Guðjohnsen og eiginkona hans, Ragnhildur Sveinsdóttir, eiga húsið númer 20 í götunni. Eiður Smári er með lögheimili á Spáni.

Kolbeinn festi kaup á sínu húsi 2013 en hann keypti húsið af Hermanni Jónassyni og Guðrúnu Sigtryggsdóttur. Hermann var í dag ráðinn forstjóri Íbúðalánasjóðs. Hann var áður forstjóri Tals.

Það voru settar 132 milljónir á húsið þegar það fór …
Það voru settar 132 milljónir á húsið þegar það fór á sölu fyrir tveimur árum. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Húsið við Haðaland 7 var endurhannað af Pálmari Kristmannssyni en Rut Káradóttir hannaði allar innréttingar í húsinu. Þegar húsið fór á sölu sumarið 2013 voru settar 132 milljónir á það. Þegar húsið var tekið í gegn voru gluggar síkkaðir og settir álgluggar í staðinn.

Garðurinn er vel girtur með harðviði.
Garðurinn er vel girtur með harðviði. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Eld­húsið í Haðalandi er opið og bjart en í því eru all­ar inn­rétt­ing­ar sér­smíðaðar. Í eld­hús­inu er stór eyja með graníti en eld­hús­tæk­in koma frá SMEG. Rut Kára­dótt­ir lagði mikla áherslu á góða lýs­ingu í hús­inu og er að finna mikið af fal­legri inn­felldri lýs­ingu sem hægt er að stýra eft­ir eig­in smekk og geðþótta. Á gólf­um er eik­ar- og plankap­ar­ket.

Um­hverf­is húsið er stór og fal­leg­ur garður með mik­illi lýs­ingu og 200 fm timb­ur­palli ásamt skjól­veggj­um. All­ir skjól­vegg­ir og tré­verk eru úr harðviði.

132 milljóna glæsivilla í Fossvogi

Haðaland 20 er í eigu Eiðs Smára og Ragnhildar Sveinsdóttur.
Haðaland 20 er í eigu Eiðs Smára og Ragnhildar Sveinsdóttur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Eiður Smári og eiginkona hans, Ragnhildur Sveinsdóttir, keyptu húsið við Haðaland 20 árið 2005.

Hermann nýr forstjóri Íbúðalánasjóðs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál