Ástráður Haralds og Eyrún selja húsið

Hér sést hvernig sægræni liturinn heldur áfram inn í stofu.
Hér sést hvernig sægræni liturinn heldur áfram inn í stofu.

Hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson og Eyrún Finnbogadóttir hafa sett hús sitt við Frostaskjól á sölu. Húsið er einstaklega smekklegt en búið er að endurnýja það mikið.

Húsið var byggt 1982 og 287 fm að stærð.

Það sem vekur strax athygli þegar myndirnar af húsinu eru skoðaðar er sægræni liturinn á eldhúsinu sem heldur áfram inn í stofu. Í eldhúsinu er nýleg innrétting sem er bæði hvít sprautulökkuð og með efri skápum úr við. Á milli skápanna er sægrænt gler og heldur sami litur áfram inn í stofuna.

Húsið er einstaklega vandað og fínt og búið ákaflega fallegum húsgögnum. Eikin er áberandi í húsgögnunum og á hver hlutur sitt pláss. Í húsinu er ekkert óþarfa prjál heldur bara það allra nauðsynlegasta sem gerir húsið sjarmerandi. 

Við húsið er vandaður og fínn garður með verönd og skjólveggjum. 

HÉR er hægt að skoða húsið nánar. 

Hér sést hvernig glerið tengir saman efri og neðri skápa.
Hér sést hvernig glerið tengir saman efri og neðri skápa.
Glerið á milli skápanna setur svip sinn á eldhúsið.
Glerið á milli skápanna setur svip sinn á eldhúsið.
Eldhúsið er opið inn í stofu.
Eldhúsið er opið inn í stofu.
Svona lítur húsið út að utan.
Svona lítur húsið út að utan.
Garðurinn fyrir utan húsið er snyrtilegur og fínn.
Garðurinn fyrir utan húsið er snyrtilegur og fínn.
Bláar Montana-hillur prýða efri hæðina.
Bláar Montana-hillur prýða efri hæðina.
Stigill á milli hæða er með kókósteppi.
Stigill á milli hæða er með kókósteppi.
Forstofan er smekklega innréttuð með stórum fataskáp.
Forstofan er smekklega innréttuð með stórum fataskáp.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál