Bökunarmót urðu að ljósum

Hrafnkell Birgisson og Sebastian eiga frumkvæðið að heillandi ljósalínu sem upphaflega voru bökunarform. Fyrirtæki Hrafnkels, Studio Berlinord, heldur utan um framleiðslu línunnar. 

„Þessi sex mismunandi form sem línan samanstendur af hannaði ég árið 2005 með félaga mínum Sebastian Summa sem bökunarmót – þá undir nafninu Tools You Bake og við létum framleiða þau fyrir okkur á litlu verkstæði í Berlín. Hins vegar erum við nánast hættir framleiðslu á þeim en eigum áfram í mjög nánu samstarfi við verkstæðið,“ segir hönnuðurinn Hrafnkell Birgisson.

Hugmyndin að Tools You Light kviknaði í fyrra hjá samstarfsaðila þeirra í París, PopCornDesign, sem er einn stærsti dreifingaraðili á hönnun í Frakklandi en þeir framleiða líka og selja sérhönnuð perustæði sem hægt er að nota fyrir ýmiskonar lampaskerma.

„Við sáum að þarna var frábært tækifæri til að endurlífga bökunarmótin. Þau voru eingöngu úr áli en skermarnir er fáanlegir úr kopar, messing, gun metal, svartir og hvítir. Með sex ólík form og fimm mismunandi liti verða til mjög margir möguleikar. Þar sem við vinnum mjög náið með verkstæðinu og heimsækjum það reglulega getum við boðið upp á ýmiskonar önnur afbrigði, aðrar stærðir og liti – ef pantað er visst magn.“

Hrafnkell segir að ljósin bjóði upp á endalausa möguleika.

„Skermarnir lýsa eingöngu niður á við en þeir bjóða upp á nánast endalausa möguleika í ljósstyrk og lit eftir því hvaða perur eru notaðar en þeir eru sérstaklega hugsaðir fyrir LED-perur. Lamparnir nýtast best yfir borðum til dæmis eldhúsborðum, borðstofuborðum, barborðum og ýmsum öðrum vinnuborðum.“

Aðspurður hvað sé að gerast í hönnunarheiminum í dag segir Hrafnkell að þessi heimur sé undarlegur.

„Það er allt og ekkert að gerast í hönnunarheiminum. Það hefur aldrei verið jafnmikil breidd og útbreiðsla á góðri hönnun og möguleikarnir hafa aldrei verið meiri – ekki heldur gnægðin. En kannski eru fleiri líka að gera nánast það sama þótt ég vilji ekki beint gagnrýna það. Það er mjög athyglisvert en heimurinn hefur bara flast út með auknum samskiptum. Formið er komið! Ég átti nýlega samtal við belgíska hönnunarfræðinginn Max Borka sem var sammála mér um að eltingaleiknum við ný form í hönnun væri lokið. Í dag vinna hönnuðir að því að endurvekja og endursegja með nýjum miðlum, ferlum og efnum – Tools You Light er líklega þannig örsaga. Samt er aldrei útilokað að það fæðist aftur ný form í hönnun.“

Hvað hugsar þú um þegar þú ert að hanna?

„Það er líklega mjög mismunandi en ég hef kannski neyðst til að gæta meira að því að á endanum sé varan seljanleg og skili því sem vænst er af henni – án þess þó að gera of margar málamiðlanir sem mögulega gætu þynnt út hugmyndina að baki. En annars hugsa ég í dag yfirleitt mikið um framleiðsluferlið, þ.e.a.s. hvernig form og efnisval þarf að taka tillit til þess. Þarna er kannski Þjóðverjinn í mér með yfirráðin en ég lærði einmitt og bjó lengi í Þýskalandi.“

Hrafnkell Birgisson og Sebastian Summa.
Hrafnkell Birgisson og Sebastian Summa.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál