Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

Fólk er með misjafnar skoðanir á plöntum í svefnherbergjum.
Fólk er með misjafnar skoðanir á plöntum í svefnherbergjum. mbl.is/Thinkstockphotos

Lifandi plöntur verða vinsælli með hverjum deginum. Plönturnar eru ekki bara flottar og lífga upp á heimilið heldur eru þær sagðar hafa góð áhrif á heilsuna, eru til dæmis sagðar fylla fólk orku. Ef farið er eftir feng shui eiga þó plöntur ekki heima í öllum rýmum. 

Mindybodygreen fékk ráð hjá nokkrum feng shui-sérfræðingum. „Þar sem plöntur eru mjög virkar og standa fyrir vexti eru þær ekki góðar fyrir eins hlutlaust og friðsælt og rólegt herbergi,“ sagði Dana Claudat, sérfræðingur í feng shui, um plöntur í svefnherbergjum. Að hennar mati er hægt að færa orku jarðarinnar inn í svefnherbergi með til dæmis rúmfötum úr lífrænni bómull eða bleikum saltkristöllum. 

Það er aldrei of mikið af plöntum.
Það er aldrei of mikið af plöntum. Ljósmynd/IKEA

Annar sérfræðingur í feng shui tekur undir orð Claudat og segir að plöntur geti verið rót svefnvandamála. Ekki eru þó allir feng shui-sérfræðingar sammála og vill enn annar meina að ef plöntur eru í herberginu og svefnvandamál séu ekki til staðar ættu plönturnar að vera í góðu lagi. 

Þrátt fyrir að plöntur í svefnherbergið séu umdeildar er um að gera að færa græna litinn inn á heimilið með plöntum. Þær geta til að mynda aukið einbeitingu og framleiðni á vinnustöðum eins og Smartland fjallaði um í janúar. Heima fyrir hafa plöntur róandi áhrif en fólk er sagt upplifa minna stress með plöntur á heimilinu. Um leið og þær eru róandi hafa þær einnig örvandi áhrif. 

Þetta er það sem koma skal. Dökk veggfóður, brass og …
Þetta er það sem koma skal. Dökk veggfóður, brass og blóm. Ljósmynd/IKEA

Ef fólk þarf ekki að bæta einbeitinguna eða minnka stress er fagurfræði löggild afsökun fyrir plöntukaupum. Blómabúðir bjóða ekki bara upp á plöntur heldur líka IKEA. Þar hefur plöntuúrvalið aukist mikið að undanförnu og er svo komið að plöntur skipa stóran sess í heimilislínum fyrirtækisins. Ef plöntur eru orðnar að staðalbúnaði hjá IKEA er nokkuð ljóst að allir þurfa að eiga að minnsta kosti eina lifandi pottaplöntu. 

Plöntur gera mikið fyrir heimilið.
Plöntur gera mikið fyrir heimilið. Ljósmynd/IKEA
Hér er búið að setja plöntur hér og þar um …
Hér er búið að setja plöntur hér og þar um stofuna til að skapa góða stemningu. Ljósmynd/IKEA
Plöntur í leirpottum prýða heimilið.
Plöntur í leirpottum prýða heimilið. Ljósmynd/IKEA
Hér sést hvað plöntur eru líflegar og flottar.
Hér sést hvað plöntur eru líflegar og flottar. Ljósmynd/IKEA
Kaktusar eru að koma sterkir inn.
Kaktusar eru að koma sterkir inn. Ljósmynd/IKEA
Hér eru plöntur aðaluppistaðan í skrauti heimilisins.
Hér eru plöntur aðaluppistaðan í skrauti heimilisins. Ljósmynd/IKEA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál