Með hönnunarfyrirtæki í framhaldsskóla

Þórunn Birna Úlfarsdóttir, Erna Margrét Magnúsdóttir, Hafdís Katrín Hlynsdóttir, Gabriella …
Þórunn Birna Úlfarsdóttir, Erna Margrét Magnúsdóttir, Hafdís Katrín Hlynsdóttir, Gabriella Ósk Egilsdóttir og Sandra Björt Kristjánsdóttir standa að fyrirtækinu Ligno. Ljósmynd/Aðsend

Fimm stelpur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ stofnuðu fyrirtækið Ligno í frumkvöðlafræði í skólanum. Stelpurnar hönnuðu fantaflotta hillu sem þær ætla að fara með á markað en hugmyndin kom úr barnæsku. 

Þær Þórunn Birna Úlfarsdóttir, Erna Margrét Magnúsdóttir, Hafdís Katrín Hlynsdóttir, Gabriella Ósk Egilsdóttir og Sandra Björt Kristjánsdóttir standa að fyrirtækinu en nafnið Ligno kemur úr esperanto og þýðir viður. 

Við vorum búnar að fara fram og aftur með alls konar hugmyndir en alveg frá byrjun vissum við að við vildum vera umhverfisvænar og þá helst að skapa vöru með því að endurvinna eitthvað,“ segir Þórunn Birna. „Þegar við vorum litlar stelpur fannst okkur gaman að róla, eins og flestum börnum, og því má sjá að hillan er í anda rólu.“

Hillur með flottum skrautmunum eru vinsælar núna en Þórunn Birna segir að uppáhaldshilla stelpnanna sé hilla sem heitir String pocket sem fæst í Epel en hillan er hönnuð af Nisse Strinning. 

Ljósmynd/Aðsend

Við vorum frekar hægar að koma okkur af stað í framleiðsluna þar sem engin af okkur hefur einhverja sérstaka smíðahæfileika en um leið og við byrjuðum þá fór þetta allt að virka. Við smíðum hillurnar sjálfar í smíðastofunni í skólanum með aðstoð frá smíðakennaranum.

„Að sjá hugmynd sem fyrst varð til í höfðinu á okkur verða að veruleika er ótrúlegt að sjá, maður trúir því varla að okkur hafi tekist að gera þetta sjálfar og satt best að segja þá kom hillan mun betur út en við þorðum að vona.“

Í frumkvöðlafræði læra nemendur að stofna sitt eigið fyrirtæki og er í mörg horn að líta. „Gera viðskiptaáætlun og öll litlu atriðin sem þarf að huga að við framleiðslu á vöru, markaðsmál, fjármál, hvernig á að koma fyrirtækinu á framfæri, finna út hver er markhópur vörunnar og svo framvegis,“ segir Þórunn og segir þær stelpurnar ætla að halda ótrauðar áfram. 

Stelpurnar stefna á að vera búnar að smíða gott magn af Ligno-hillunum til þess að geta selt þær í Vörumessunni sem verður haldin í Smáralind 8. apríl, en einnig er hægt að nálgast hillurnar í gegnum Facebook-síðu Ligno. 

Framleiðslan er í fullum gangi🛠

A post shared by Ligno (@lignoiceland) on Mar 21, 2018 at 7:29am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál