Ég er mjög langt frá því að vera handlaginn

Þorsteinn V. Einarsson.
Þorsteinn V. Einarsson. mbl.is/Valgarður Gíslason

Þorsteinn V. Einarsson er 33 ára kennari býr ásamt konu sinni, Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðingi, og börnum þeirra tveimur í risíbúð við Háagerði í Reykjavík. Hann er alinn upp í Grafarvogi og hefur síðustu 12 ár starfað við félagsmiðstöðvar í Reykjavík en nú er hann í 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. 

„Við fluttum inn í Háagerðið í mars 2016. Það var ansi margt sem þurfti að laga því íbúðin var illa farin. Við brutum niður veggi, tókum allt gólfefni af gólfinu. Þar á meðal rifum við af um það bil þrjú lög af dúkum, sem voru lagðir ofan á hvorn annan og sennilega var elsta lagið frá 1967 þegar íbúðin var byggð.

Ég er mjög langt frá því að vera handlaginn. Hins vegar gerðum við allt sjálf, fengum aðstoð fagmanna við rafmagnið, annars sá tengdapabbi um að verkstýra öllu og aðstoða við mjög margt. Vinir mínir á snapchat á þeim tíma fengu að njóta vankunnáttu minnar í iðnaðarmennskunni, þeim til mikillar skemmtunar. En það eru engar ýkjur að ég kunni ekki að bora í vegg áður en ég fór að rífa niður veggi, leggja parket, sparsla, steypa og smíða. Góður tengdapabbi er bara allt sem þarf.

Við duttum í þá gryfju að ákveða að geyma ýmislegt smávægilegt áður en við fluttum inn. Ætluðum okkur bara að dundu okkur við að klára gólflistana og sitthvað fleira. Ég mæli bara alls ekki með því. Við erum ennþá með ókláraða gólflistana,“ segir Þorsteinn. 

Þessi mynd var tekin áður en Þorsteinn og Hulda hófu ...
Þessi mynd var tekin áður en Þorsteinn og Hulda hófu framkvæmdir.
Þorsteinn og Hulda skiptu um gólfefni og máluðu allt. Svona ...
Þorsteinn og Hulda skiptu um gólfefni og máluðu allt. Svona leit borðstofan út fyrir breytingar.
Svona leit gangurinn út áður en þau skiptu um gólfefni ...
Svona leit gangurinn út áður en þau skiptu um gólfefni og máluðu.
Svona leit stofan út fyrir breytingar.
Svona leit stofan út fyrir breytingar.

Hvað var það við íbúðina sem þú féllst fyrir?

„Það er einhver tilfinning sem maður fær þegar maður er að taka svona stórar ákvarðanir eins og að kaupa íbúð. Tilfinning þarf að vera rétt. Og við Hulda fundum bara að þetta væri íbúðin, reyndar eftir smá pepp frá tengdó sem sagðist styðja okkur alla leið. Sem hann stóð svo við.

En það sem heillar kannski mest er að hún er að miklu leiti undir súð. Og svo er hún svo björt og opin.“

Þorsteinn segir að nánast öll húsgögnin komi frá IKEA og ...
Þorsteinn segir að nánast öll húsgögnin komi frá IKEA og Húsgagnahöllinni. mbl.is/Valgarður Gíslason

Hvernig heimilistýpa ertu?

„Ég elska að hafa mikið af fólki heima, fólk sem er að droppa við í kaffi og hafa mikinn umgang. Ég get ekki sagt að ég sé mikið að hanga upp í sófa að horfa á sjónvarpið, það hefur ekki gerst í marga mánuði.“

Hvernig er verkaskiptingin á heimilinu?

„Við sjáum í sameiningu um þrif, innkaup og eldamennskuna. Ég verð þó að viðurkenna og skammast mín fyrir það að ábyrgðin, þetta mental load, liggur á Huldu.“

Hvaðan eru húsgögnin?

„Heimilið er sennilega eins og það leggur sig allt úr IKEA fyrir utan eitthvað úr Húsagnahöllinni,“ segir hann. 

Hvar líður þér best á heimilinu?

„Besta sem ég veit er að liggja upp í rúmi undir sæng og heyra í grenjandi rigningunni lemja á bárujárnsþakinu. Helst með opinn gluggann þannig að það sé frekar svalt í herberginu. Þá líður manni alltaf eins og maður sé út í sveit í sumarbústað.“

Eldhúsið eftir breytingar.
Eldhúsið eftir breytingar. mbl.is/Valgarður Gíslason
Það er orðið hlýlegt hjá Þorsteini og Huldu.
Það er orðið hlýlegt hjá Þorsteini og Huldu. mbl.is/Valgarður Gíslason
Hlýlegt í stofunni.
Hlýlegt í stofunni. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
Borðstofan er kósí eftir breytingar.
Borðstofan er kósí eftir breytingar. mbl.is/Valgarður Gíslason
Stofan er öll máluð í hvítum lit.
Stofan er öll máluð í hvítum lit. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
Þorsteinn segist alls ekki vera handlaginn en segist hafa lært ...
Þorsteinn segist alls ekki vera handlaginn en segist hafa lært margt af því að gera upp íbúðina. Tengdafaðir hans var betri en enginn í þessu verkefni. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

19:00 Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

í gær Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

í gær Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í gær Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í gær Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í gær Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í gær Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »