Ég er mjög langt frá því að vera handlaginn

Þorsteinn V. Einarsson.
Þorsteinn V. Einarsson. mbl.is/Valgarður Gíslason

Þorsteinn V. Einarsson er 33 ára kennari býr ásamt konu sinni, Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðingi, og börnum þeirra tveimur í risíbúð við Háagerði í Reykjavík. Hann er alinn upp í Grafarvogi og hefur síðustu 12 ár starfað við félagsmiðstöðvar í Reykjavík en nú er hann í 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. 

„Við fluttum inn í Háagerðið í mars 2016. Það var ansi margt sem þurfti að laga því íbúðin var illa farin. Við brutum niður veggi, tókum allt gólfefni af gólfinu. Þar á meðal rifum við af um það bil þrjú lög af dúkum, sem voru lagðir ofan á hvorn annan og sennilega var elsta lagið frá 1967 þegar íbúðin var byggð.

Ég er mjög langt frá því að vera handlaginn. Hins vegar gerðum við allt sjálf, fengum aðstoð fagmanna við rafmagnið, annars sá tengdapabbi um að verkstýra öllu og aðstoða við mjög margt. Vinir mínir á snapchat á þeim tíma fengu að njóta vankunnáttu minnar í iðnaðarmennskunni, þeim til mikillar skemmtunar. En það eru engar ýkjur að ég kunni ekki að bora í vegg áður en ég fór að rífa niður veggi, leggja parket, sparsla, steypa og smíða. Góður tengdapabbi er bara allt sem þarf.

Við duttum í þá gryfju að ákveða að geyma ýmislegt smávægilegt áður en við fluttum inn. Ætluðum okkur bara að dundu okkur við að klára gólflistana og sitthvað fleira. Ég mæli bara alls ekki með því. Við erum ennþá með ókláraða gólflistana,“ segir Þorsteinn. 

Þessi mynd var tekin áður en Þorsteinn og Hulda hófu ...
Þessi mynd var tekin áður en Þorsteinn og Hulda hófu framkvæmdir.
Þorsteinn og Hulda skiptu um gólfefni og máluðu allt. Svona ...
Þorsteinn og Hulda skiptu um gólfefni og máluðu allt. Svona leit borðstofan út fyrir breytingar.
Svona leit gangurinn út áður en þau skiptu um gólfefni ...
Svona leit gangurinn út áður en þau skiptu um gólfefni og máluðu.
Svona leit stofan út fyrir breytingar.
Svona leit stofan út fyrir breytingar.

Hvað var það við íbúðina sem þú féllst fyrir?

„Það er einhver tilfinning sem maður fær þegar maður er að taka svona stórar ákvarðanir eins og að kaupa íbúð. Tilfinning þarf að vera rétt. Og við Hulda fundum bara að þetta væri íbúðin, reyndar eftir smá pepp frá tengdó sem sagðist styðja okkur alla leið. Sem hann stóð svo við.

En það sem heillar kannski mest er að hún er að miklu leiti undir súð. Og svo er hún svo björt og opin.“

Þorsteinn segir að nánast öll húsgögnin komi frá IKEA og ...
Þorsteinn segir að nánast öll húsgögnin komi frá IKEA og Húsgagnahöllinni. mbl.is/Valgarður Gíslason

Hvernig heimilistýpa ertu?

„Ég elska að hafa mikið af fólki heima, fólk sem er að droppa við í kaffi og hafa mikinn umgang. Ég get ekki sagt að ég sé mikið að hanga upp í sófa að horfa á sjónvarpið, það hefur ekki gerst í marga mánuði.“

Hvernig er verkaskiptingin á heimilinu?

„Við sjáum í sameiningu um þrif, innkaup og eldamennskuna. Ég verð þó að viðurkenna og skammast mín fyrir það að ábyrgðin, þetta mental load, liggur á Huldu.“

Hvaðan eru húsgögnin?

„Heimilið er sennilega eins og það leggur sig allt úr IKEA fyrir utan eitthvað úr Húsagnahöllinni,“ segir hann. 

Hvar líður þér best á heimilinu?

„Besta sem ég veit er að liggja upp í rúmi undir sæng og heyra í grenjandi rigningunni lemja á bárujárnsþakinu. Helst með opinn gluggann þannig að það sé frekar svalt í herberginu. Þá líður manni alltaf eins og maður sé út í sveit í sumarbústað.“

Eldhúsið eftir breytingar.
Eldhúsið eftir breytingar. mbl.is/Valgarður Gíslason
Það er orðið hlýlegt hjá Þorsteini og Huldu.
Það er orðið hlýlegt hjá Þorsteini og Huldu. mbl.is/Valgarður Gíslason
Hlýlegt í stofunni.
Hlýlegt í stofunni. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
Borðstofan er kósí eftir breytingar.
Borðstofan er kósí eftir breytingar. mbl.is/Valgarður Gíslason
Stofan er öll máluð í hvítum lit.
Stofan er öll máluð í hvítum lit. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
Þorsteinn segist alls ekki vera handlaginn en segist hafa lært ...
Þorsteinn segist alls ekki vera handlaginn en segist hafa lært margt af því að gera upp íbúðina. Tengdafaðir hans var betri en enginn í þessu verkefni. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is

Þú kennir fólki hvernig má koma fram við þig!

Í gær, 22:37 „Róbert segir að sambönd séu bindandi. Hann vill sjá hlutina þróast hægt og rólega. En eitt kvöldið sá ég á símanum hans að hann er að tala við fleiri konur en mig. Hvað á ég að gera?“ Meira »

Keypti föt hjá Hjálpræðishernum en sagðist versla í Versace

Í gær, 19:00 Kanadíska leikkonan Nina Dobrev man ekki eftir því að hafa átt ný föt þegar hún var barn. Fjölskyldan verslaði í verslun Hjálpræðishersins og kallaði mamma hennar búðina „Versace“. Meira »

Hvað áttu að borða fyrir maraþonið?

Í gær, 16:00 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er á laugardaginn og því margir að fara hlaupa langar vegalengdir. Hér eru hugmyndir að máltíðum til að borða 24 tímum fyrir langhlaup. Meira »

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

Í gær, 13:33 „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

„Svo er maður sjálfur auðvitað í þessari bullneyslu“

Í gær, 12:00 Jón Gnarr segir að hægt sé að blanda húmor inn í flest málefni. Ef húmor getur komið loftslagsmálum á kortið leggur hann því lið. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

Í gær, 09:40 Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

Í gær, 06:00 Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

í fyrradag Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

í fyrradag Eiginkona manns sem hélt fram hjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

í fyrradag Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

í fyrradag „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

í fyrradag Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

í fyrradag Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

14.8. Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

14.8. Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

14.8. Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

14.8. „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

14.8. Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

14.8. „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »

Kemst ekki yfir skilnaðinn við kærustuna

13.8. „Ég er karlmaður á miðjum aldri. Skildi fyrir 6 árum vegna framhjáhalds konunnar. Skilnaðurinn sem átti sér talsverðan aðdraganda var mér ekki mjög erfiður. Hafði lengi grunað að konan héldi fram hjá og fannst í raun mikill léttir að skilja og losna við alla lygina,“ segir íslenskur maður sem leitar ráða hjá Valdimari. Meira »

Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

13.8. „Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt.“ Meira »