Ég er mjög langt frá því að vera handlaginn

Þorsteinn V. Einarsson.
Þorsteinn V. Einarsson. mbl.is/Valgarður Gíslason

Þorsteinn V. Einarsson er 33 ára kennari býr ásamt konu sinni, Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðingi, og börnum þeirra tveimur í risíbúð við Háagerði í Reykjavík. Hann er alinn upp í Grafarvogi og hefur síðustu 12 ár starfað við félagsmiðstöðvar í Reykjavík en nú er hann í 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. 

„Við fluttum inn í Háagerðið í mars 2016. Það var ansi margt sem þurfti að laga því íbúðin var illa farin. Við brutum niður veggi, tókum allt gólfefni af gólfinu. Þar á meðal rifum við af um það bil þrjú lög af dúkum, sem voru lagðir ofan á hvorn annan og sennilega var elsta lagið frá 1967 þegar íbúðin var byggð.

Ég er mjög langt frá því að vera handlaginn. Hins vegar gerðum við allt sjálf, fengum aðstoð fagmanna við rafmagnið, annars sá tengdapabbi um að verkstýra öllu og aðstoða við mjög margt. Vinir mínir á snapchat á þeim tíma fengu að njóta vankunnáttu minnar í iðnaðarmennskunni, þeim til mikillar skemmtunar. En það eru engar ýkjur að ég kunni ekki að bora í vegg áður en ég fór að rífa niður veggi, leggja parket, sparsla, steypa og smíða. Góður tengdapabbi er bara allt sem þarf.

Við duttum í þá gryfju að ákveða að geyma ýmislegt smávægilegt áður en við fluttum inn. Ætluðum okkur bara að dundu okkur við að klára gólflistana og sitthvað fleira. Ég mæli bara alls ekki með því. Við erum ennþá með ókláraða gólflistana,“ segir Þorsteinn. 

Þessi mynd var tekin áður en Þorsteinn og Hulda hófu …
Þessi mynd var tekin áður en Þorsteinn og Hulda hófu framkvæmdir.
Þorsteinn og Hulda skiptu um gólfefni og máluðu allt. Svona …
Þorsteinn og Hulda skiptu um gólfefni og máluðu allt. Svona leit borðstofan út fyrir breytingar.
Svona leit gangurinn út áður en þau skiptu um gólfefni …
Svona leit gangurinn út áður en þau skiptu um gólfefni og máluðu.
Svona leit stofan út fyrir breytingar.
Svona leit stofan út fyrir breytingar.

Hvað var það við íbúðina sem þú féllst fyrir?

„Það er einhver tilfinning sem maður fær þegar maður er að taka svona stórar ákvarðanir eins og að kaupa íbúð. Tilfinning þarf að vera rétt. Og við Hulda fundum bara að þetta væri íbúðin, reyndar eftir smá pepp frá tengdó sem sagðist styðja okkur alla leið. Sem hann stóð svo við.

En það sem heillar kannski mest er að hún er að miklu leiti undir súð. Og svo er hún svo björt og opin.“

Þorsteinn segir að nánast öll húsgögnin komi frá IKEA og …
Þorsteinn segir að nánast öll húsgögnin komi frá IKEA og Húsgagnahöllinni. mbl.is/Valgarður Gíslason

Hvernig heimilistýpa ertu?

„Ég elska að hafa mikið af fólki heima, fólk sem er að droppa við í kaffi og hafa mikinn umgang. Ég get ekki sagt að ég sé mikið að hanga upp í sófa að horfa á sjónvarpið, það hefur ekki gerst í marga mánuði.“

Hvernig er verkaskiptingin á heimilinu?

„Við sjáum í sameiningu um þrif, innkaup og eldamennskuna. Ég verð þó að viðurkenna og skammast mín fyrir það að ábyrgðin, þetta mental load, liggur á Huldu.“

Hvaðan eru húsgögnin?

„Heimilið er sennilega eins og það leggur sig allt úr IKEA fyrir utan eitthvað úr Húsagnahöllinni,“ segir hann. 

Hvar líður þér best á heimilinu?

„Besta sem ég veit er að liggja upp í rúmi undir sæng og heyra í grenjandi rigningunni lemja á bárujárnsþakinu. Helst með opinn gluggann þannig að það sé frekar svalt í herberginu. Þá líður manni alltaf eins og maður sé út í sveit í sumarbústað.“

Eldhúsið eftir breytingar.
Eldhúsið eftir breytingar. mbl.is/Valgarður Gíslason
Það er orðið hlýlegt hjá Þorsteini og Huldu.
Það er orðið hlýlegt hjá Þorsteini og Huldu. mbl.is/Valgarður Gíslason
Hlýlegt í stofunni.
Hlýlegt í stofunni. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
Borðstofan er kósí eftir breytingar.
Borðstofan er kósí eftir breytingar. mbl.is/Valgarður Gíslason
Stofan er öll máluð í hvítum lit.
Stofan er öll máluð í hvítum lit. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
Þorsteinn segist alls ekki vera handlaginn en segist hafa lært …
Þorsteinn segist alls ekki vera handlaginn en segist hafa lært margt af því að gera upp íbúðina. Tengdafaðir hans var betri en enginn í þessu verkefni. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál