Ég er mjög langt frá því að vera handlaginn

Þorsteinn V. Einarsson.
Þorsteinn V. Einarsson. mbl.is/Valgarður Gíslason

Þorsteinn V. Einarsson er 33 ára kennari býr ásamt konu sinni, Huldu Jónsdóttur Tölgyes sálfræðingi, og börnum þeirra tveimur í risíbúð við Háagerði í Reykjavík. Hann er alinn upp í Grafarvogi og hefur síðustu 12 ár starfað við félagsmiðstöðvar í Reykjavík en nú er hann í 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. 

„Við fluttum inn í Háagerðið í mars 2016. Það var ansi margt sem þurfti að laga því íbúðin var illa farin. Við brutum niður veggi, tókum allt gólfefni af gólfinu. Þar á meðal rifum við af um það bil þrjú lög af dúkum, sem voru lagðir ofan á hvorn annan og sennilega var elsta lagið frá 1967 þegar íbúðin var byggð.

Ég er mjög langt frá því að vera handlaginn. Hins vegar gerðum við allt sjálf, fengum aðstoð fagmanna við rafmagnið, annars sá tengdapabbi um að verkstýra öllu og aðstoða við mjög margt. Vinir mínir á snapchat á þeim tíma fengu að njóta vankunnáttu minnar í iðnaðarmennskunni, þeim til mikillar skemmtunar. En það eru engar ýkjur að ég kunni ekki að bora í vegg áður en ég fór að rífa niður veggi, leggja parket, sparsla, steypa og smíða. Góður tengdapabbi er bara allt sem þarf.

Við duttum í þá gryfju að ákveða að geyma ýmislegt smávægilegt áður en við fluttum inn. Ætluðum okkur bara að dundu okkur við að klára gólflistana og sitthvað fleira. Ég mæli bara alls ekki með því. Við erum ennþá með ókláraða gólflistana,“ segir Þorsteinn. 

Þessi mynd var tekin áður en Þorsteinn og Hulda hófu ...
Þessi mynd var tekin áður en Þorsteinn og Hulda hófu framkvæmdir.
Þorsteinn og Hulda skiptu um gólfefni og máluðu allt. Svona ...
Þorsteinn og Hulda skiptu um gólfefni og máluðu allt. Svona leit borðstofan út fyrir breytingar.
Svona leit gangurinn út áður en þau skiptu um gólfefni ...
Svona leit gangurinn út áður en þau skiptu um gólfefni og máluðu.
Svona leit stofan út fyrir breytingar.
Svona leit stofan út fyrir breytingar.

Hvað var það við íbúðina sem þú féllst fyrir?

„Það er einhver tilfinning sem maður fær þegar maður er að taka svona stórar ákvarðanir eins og að kaupa íbúð. Tilfinning þarf að vera rétt. Og við Hulda fundum bara að þetta væri íbúðin, reyndar eftir smá pepp frá tengdó sem sagðist styðja okkur alla leið. Sem hann stóð svo við.

En það sem heillar kannski mest er að hún er að miklu leiti undir súð. Og svo er hún svo björt og opin.“

Þorsteinn segir að nánast öll húsgögnin komi frá IKEA og ...
Þorsteinn segir að nánast öll húsgögnin komi frá IKEA og Húsgagnahöllinni. mbl.is/Valgarður Gíslason

Hvernig heimilistýpa ertu?

„Ég elska að hafa mikið af fólki heima, fólk sem er að droppa við í kaffi og hafa mikinn umgang. Ég get ekki sagt að ég sé mikið að hanga upp í sófa að horfa á sjónvarpið, það hefur ekki gerst í marga mánuði.“

Hvernig er verkaskiptingin á heimilinu?

„Við sjáum í sameiningu um þrif, innkaup og eldamennskuna. Ég verð þó að viðurkenna og skammast mín fyrir það að ábyrgðin, þetta mental load, liggur á Huldu.“

Hvaðan eru húsgögnin?

„Heimilið er sennilega eins og það leggur sig allt úr IKEA fyrir utan eitthvað úr Húsagnahöllinni,“ segir hann. 

Hvar líður þér best á heimilinu?

„Besta sem ég veit er að liggja upp í rúmi undir sæng og heyra í grenjandi rigningunni lemja á bárujárnsþakinu. Helst með opinn gluggann þannig að það sé frekar svalt í herberginu. Þá líður manni alltaf eins og maður sé út í sveit í sumarbústað.“

Eldhúsið eftir breytingar.
Eldhúsið eftir breytingar. mbl.is/Valgarður Gíslason
Það er orðið hlýlegt hjá Þorsteini og Huldu.
Það er orðið hlýlegt hjá Þorsteini og Huldu. mbl.is/Valgarður Gíslason
Hlýlegt í stofunni.
Hlýlegt í stofunni. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
Borðstofan er kósí eftir breytingar.
Borðstofan er kósí eftir breytingar. mbl.is/Valgarður Gíslason
Stofan er öll máluð í hvítum lit.
Stofan er öll máluð í hvítum lit. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is/Valgarður Gíslason
Þorsteinn segist alls ekki vera handlaginn en segist hafa lært ...
Þorsteinn segist alls ekki vera handlaginn en segist hafa lært margt af því að gera upp íbúðina. Tengdafaðir hans var betri en enginn í þessu verkefni. mbl.is/Valgarður Gíslason
mbl.is

Emilia Clarke í íslenskri hönnun

09:00 Breska leikkonan Emilia Clarke, sem leikur drekamóðurina Daenerys Targaryen í Game of Thrones, klæðist Jökla Parka-úlpu frá 66°Norður á mynd sem hún birti af sjálfri sér á Instagram. Meira »

Hver er Derek Blasberg?

06:00 Þeir sem þekkja sögu Diana Vreeland og Anna Wintour myndu skilgreina hinn unga Derek Blasberg þann aðila innan tískunnar sem kemst hvað næst að feta í þeirra fótspor. Meira »

Steldu stílnum: Maradona á HM

Í gær, 23:59 Fótboltastjarnan Diego Maradona horfði á leik Argentínu og Íslands úr stúkunni á laugardaginn. Maradona er með útlitið alveg á hreinu og skartaði ansi flottum sólgleraugum. Meira »

„Enginn hefur roð við Rúrik Gíslasyni“

Í gær, 21:00 „Það er áhugavert að bera saman landsliðsstrákana. Allir eru þeir að bæta við sig fylgi en enginn hefur roð við Rúrik. Á sama tíma, þegar maður skoðar hvaða einstaklingum er verið að fletta upp á Google, þá er það Hannes sem hefur verið að fá mun meiri athygli og þá sérstaklega rétt í kringum leikinn við Argentínu,“ segir Sigurður. Meira »

Skyggði á brúðina í hálfrar milljón króna kjól

Í gær, 18:00 Meghan Markle mætti brúðkaup frænku Harry Bretaprins í hvítum kjól með bláu munstri. Kjóllinn kostar meira en margir fá í mánaðarlaun. Meira »

Landsliðsmennirnir ekki nógu sexí

Í gær, 15:00 Íslensku landsliðsmennirnir hafa heillað marga en þó ekki Elle og Vogue. Engin úr landsliðshópnum komst á lista yfir þá sem þykja heitastir á HM í Rússlandi að mati Vogue og Elle. Meira »

Ólafur Elíasson hannar fyrir IKEA

Í gær, 12:14 Einn frægasti listamaður Íslands, Ólafur Elíasson, ætlar að vinna með IKEA og búa til ljós sem knúið er áfram með sólarorku. Samstarfið var kynnt á árlegum hönnunardögum IKEA sem fram fóru í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Meira »

Rúrik rakaði hárið á Aroni

í gær Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, lét Rúrik Gíslason raka af sér hárið í gær. Þegar menn eru fastir í útlöndum og frekar uppteknir við störf sín þurfa þeir nefnilega að hjálpa hver öðrum. Meira »

7 ástæður fyrir hárlosi

í gær Það þarf ekki að þýða að menn séu að verða sköllóttir þó þeir séu að missa hárið. Fölmargar aðrar ástæður geta útskýrt hárlos. Meira »

Enginn vissi hver hann var

í fyrradag Nýjasti nafnið í tískuheiminum er án efa franski hönnuðurinn Simon Porte Jacquemus. Fyrir einungis fimm árum vissi nánast enginn hver hann var. Viðskiptaveldið hans hefur farið á fimm árum frá nánast engu í að nú starfa í kringum 30 manns fyrir hann. Meira »

Forstjórar í góðri sveiflu

í fyrradag Forstjórar, tækni- og framkvæmdastjórar fjölmenntu á Origo-golfmótið sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á dögunum. Um 80 golfarar tóku þátt í mótinu sem byggir á því besta frá golfmótum Applicon og Nýherja, sem nú mynda Origo. Meira »

„Þetta er mjög karllægur geiri“

í fyrradag Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Rúnarsdóttir ákváðu að elta drauminn og stofna sitt eigið fyrirtæki. Þær stofnuðu vefsíðugerðarfyrirtækið Studio Yellow. Meira »

Fegurðin á við allan aldur

í fyrradag Hvert einasta aldursbil er ótrúlega fallegt ef við ákveðum að líta á það þannig. Óttinn við að vera of ungur eða of gamall er blekking. Að anda að sér kærleikanum, meðtaka breytingar og sleppa tökunum er uppskriftin að því að njóta augnabliksins sama á hvaða aldri við erum. Meira »

Tom Dixon með partí á Íslandi

í fyrradag Hönnuðurinn Tom Dixon er heillaður af Íslandi. Hann segir að krafturinn hér og náttúruna veiti mikinn innblástur.   Meira »

Á ég að klaga vinkonu mína?

17.6. „Fyrir um það bil 7-8 árum síðan þá vorum við báðar einhleypar og eðlilega aðeins að spá í strákum, en hún var í því að stunda það að sofa hjá giftum mönnum. Henni fannst það spennandi og montaði sig af fjöldanum og að hún hefði þetta vald, til að verða valin framyfir eiginkonuna.“ Meira »

Fastar til sjö á kvöldin

17.6. Poldark-stjarnan Aidan Turner segist vera orkumeiri þegar hann fastar og segir að honum finnist gott að finna fyrir hungurverkjum í vinnunni. Meira »

6 hættulegir hlutir í svefnherberginu

16.6. Síminn á náttborðinu er ekki eini skaðlegi hluturinn í svefnherberginu. Þó að koddinn sé góður fyrir hálsinn er hann ekki endilega góður fyrir heilsuna. Meira »

Langar þig í eitthvað nýtt í kynlífinu?

16.6. Metsöluhöfundurinn Melissa Ambrosini segir að þú berir ábyrgð á eigin hamingju og þurfir því að fara út fyrir þægindarammann og biðja um það sem þig langar. Meira »

Ben Affleck selur stóra húsið

16.6. Á lítilli eyju í Georgíu á Ben Affleck hús sem kallað er stóra húsið. Húsið keypti hann þegar hann var í sambandi með Jennifer Lopez. Meira »

Hvaða skór eru bestir?

16.6. Hælaskór, strigaskór, sandalar, hvað er best? Er betra að vera í strigaskóm en berfættur og má ganga í hælum?  Meira »

Finnst þér þú ekki nógu góð/ur?

16.6. Hvert eitt okkar eru að mati Marianne Williamson að burðast með hugmyndir um okkur sjálf og aðra sem gera okkur ekki gagn. Hugmyndir um að við séum ekki nógu góð, falleg eða stór í þessu lífi. Það skiptir máli að það sem við hugsum sé kærleiksríkt og gott, en ekki neikvætt og minnkandi. Meira »