Galdurinn á bak við ósamstæða stóla

Sniðugt er að blanda saman mismunandi stólum.
Sniðugt er að blanda saman mismunandi stólum. mbl.is/Thinkstockphotos

Að raða saman mismunandi stólum við borðstofuborðið hefur verið vinsælt undafarin misseri. Dýrari hönnunarstólar í bland við IKEA-stóla og stóla frá ömmu og afa geta komið vel út þegar vel tekst til. Mydomaine fór yfir það með tveimur sérfræðingum hver galdurinn væri. 

Það getur verið vandasamt að raða saman mismunandi stólum en sérfræðingarnir eru sammála um það að þegar vel tekst til gerir það heimilið sérstakt, litríkara og persónulegra.

Mikilvægt er að huga að hæð sætis stólsins en öll sætin við borðið ættu að vera í svipaðri hæð, það er þægilegra og lítur betur út við matarborðið. 

Ekki þarf að kaupa draumastólana á einu bretti.
Ekki þarf að kaupa draumastólana á einu bretti. mbl.is/Thinkstockphotos

Margir sem blanda saman mismunandi stólum leika sér með mismunandi liti. Í slíkum tilvikum mælir einn sérfræðingurinn með því að velja eins eða svipaða stóla til þess að skapa samræmi. Hinn tekur undir það en segir að einnig sé hægt að hafa mismunandi stóla en alla í sömu litapallettunni.  

Mælt er með því að blanda saman gömlum og nýjum stólum. Gamlir stólar með örmum eru til dæmis flottir hvor á sinn endann í bland við nýja. Hins vegar er varað við of miklum hrærigraut sem getur skapast þegar miklum andstæðum af nýjum, gömlum, litlum og stórum stólum er blandað saman. 

Að blanda saman nýjum og gömlum stólum, ódýrum og dýrum er einnig sniðugt þegar fólk er að safna sér fyrir borðstofustólum. Hönnunarstólar af dýrari gerðinni geta kostað annan handlegginn og því er gott að geta keypt einn eða tvo í einu og blandað við aðrar gerðir á meðan er verið að spara fyrir næsta stól. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál