Byggðu draumahúsið rétt utan við borgina

Útsýnið úr húsinu er einstakt.
Útsýnið úr húsinu er einstakt. ljósmynd/Kári Björn Þorleifsson

Fyrir þremur árum fóru þau Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir í bíltúr upp að Hafravatni og hugsuðu með sér að þarna væri yndislegt að eignast lóð. Draumurinn rættist og eftir mikla vinnu er fjölskyldan flutt inn í draumahúsið við Hafravatnsveg. Ljósmyndarinn Kári Björn Þorleifsson myndaði húsið fyrir fjölskylduna og fangaði einstakt heimili Hafsteins og Öglu.

„Ég var mikið heima hjá vinum mínum sem allir eru með einhverfu í tíu ár og fór í göngutúra og bíltúra um þetta svæði og lét mig lengi vel dreyma um lóð á þessum stað. Svo þegar maður var að gera rétta hluti í lífinu og búinn að taka til hjá sjálfum sér þá fórum við Agla í bíltúr þangað og létum okkur dreyma. Ég hugsaði með sjálfum mér þennan sama dag hversu vel maður myndi hugsa um lóð ef maður fengi lóð þarna, án þess að ætlast til neins. Svo held ég að það hafi bara verið þetta sama kvöld sem við fórum á fasteignavefinn og þar var þessi lóð,“ segir Hafsteinn og lýsir húsinu sem einhverju sem átti bara að verða. „Það er reyndar gaman að segja frá því að á okkar fyrsta stefnumóti fórum við samað að Hafravatni í ísbíltúr,“ bætir Hafsteinn við. 

ljósmynd/Kári Björn Þorleifsson

Hafsteinn og Agla sem reka saman hönnunarfyrirtækið Happie Furniture höfðu verið á leigumarkaði áður en þau réðust í framkvæmdirnar. „Við kaupum lóðina bara og ætlum að bíða og sjá, en svo förum við að reikna og teikna og sjá að þetta er ekkert vitlaus hugmynd. Miklu gáfulegra að byggja ef þú ert með lóð og þú hefur einhvern stað til að vera á í stað þess að leigja. Það er alveg himinn og haf þar á milli, það er ekkert hægt að bera það saman,“ segir Hafsteinn. 

Lóðin sjálf kostaði ekki mikið meira en bíll en gamalt deiliskipulag fylgdi henni. Áður en þau keyptu lóðina fengu þau Hafsteinn og Agla deiliskipulaginu breytt í samræmi við nýtt aðalskipulag og gátu því byggt 130 fermetra fjölskylduhús í stað 50 fermetra. Töluverður kostnaður fylgdi lóðinni þó svo hún hafi sjálf ekki verið það dýr en þau þurftu sjálf að sjá um að gera veg upp að húsinu, bora eftir vatni, leggja rotþró. Þar sem húsið er á þessu svæði þurfa þau Hafsteinn og Agla líka að sjá sjálf um snjómokstur og fara með ruslið. Fyrir vikið segir Hafsteinn þau bara vera meðvitaðri um hvað þau kaupa og henda auk þess sem þau borða plöntufæði sem rotnar fljótt niður í moltuhaug. Nágrannar þeirra fuglarnir eru hæstánægðir með það.

ljósmynd/Kári Björn Þorleifsson

Hafsteinn og Agla fengu Kjartan Árnason hjá arkitektastofunni Glámu Kím til að hanna fyrir sig húsið og hrósar Hafsteinn honum sérstaklega fyrir hönnun hans. „Við ætluðum fyrst að hanna hús frá grunni og fljúgum til Ísafjarðar til að hitta Kjartan sem býr í sams konar húsi og þessu húsi sem hann teiknaði bara fyrir sig og fjölskyldu sína. Við urðum ástfangin af því húsi, hvernig flæðið er inni í því, hvað allir eru saman, það er hægt að tala saman milli hæða en ef einhver vill fá frið þá er hægt að loka dyrum. Upplifunin í húsinu er ótrúleg og ég lærði rosalega mikð á þesss að það er það sem arkitektúr snýst um, Agla hafði nefnt það við mig, hún var í Listaháskólanum í arkitektúr áður en þetta allt fór í gang,“ segir Hafsteinn og telur það mýtu að arkitektúr snúist aðallega um sjónrænu hliðina.  

ljósmynd/Kári Björn Þorleifsson

Á meðan Hafsteinn sá um að allt gengi upp í framkvæmdunum sá Agla að mestu leyti um hönnunina innandyra þar sem hún hugði vel að hverju smáatriði og lét til dæmis sérblanda fyrir sig málningu „Litirnir í húsinu eru einhverjir uppáhaldslitir af himninum á einhverjum ákveðnum tíma. Hún las 200 blaðsíðna bók á klukkutíma um liti á aðfangadagskvöld sem hún fékk í jólagjöf,“ segir Hafsteinn og segir þau Öglu virka vel saman. Hann sjái um að gera og hún hafi skoðun á fagurfræðinni og segir að ef hann byggi þarna einn væru bara pizzukassar og hvítir veggir. Húsgögnin koma síðan að mestu leyti frá Happie Furniture, sem er þeirra eigin hönnun og framleiðsla.

ljósmynd/Kári Björn Þorleifsson

Sagan af húsi þeirra Hafsteins og Öglu kann að hljóma eins og fjarlægur draumur í eyrum margra en Hafsteinn segir alla geta gert það sama og þau. „Ég er rosalega hrifinn af því að fólk trúi á sjálfan sig. Ef einhver getur það þá getur þú það líka. Eins og að byggja sér hús. Það þarf ekki að vera verktaki til þess að gera svona hluti. Ef fólk er með einhverja svona drauma þá endilega gera það hvort sem það er við borgarmörkin eða einhvers staðar lengra frá,“ segir Hafsteinn og segir það yndislegt að búa í náttúrunni, refir, uglur og farfuglar eru nágrannar þeirra. Hann er auk þess fljótari á verkstæði sitt í Kópavogi frá Hafravatnsveginum en úr Vesturbænum þar sem þau bjuggu áður.

Þó svo að Hafsteinn og Agla hafi byggt sitt eigið gerðu þau það ekki ein og óstudd. Þau fengu góða hjálp frá fjölskyldu, vinum og fólki sem vildi þeim vel. „Við erum ótrúlega þakklát fyrir alla hjálpina. Þetta var ótrúlega skemmtilegt púsluspil. Það var mikil gleði í kringum þetta, engin slasaði sig og það eiga allir góða minningu sem skilar sér í andanum í húsinu. Það er það sama og við leggjum upp með í fyrirtækinu.“

ljósmynd/Kári Björn Þorleifsson
ljósmynd/Kári Björn Þorleifsson
ljósmynd/Kári Björn Þorleifsson
ljósmynd/Kári Björn Þorleifsson
ljósmynd/Kári Björn Þorleifsson
ljósmynd/Kári Björn Þorleifsson
ljósmynd/Kári Björn Þorleifsson
ljósmynd/Kári Björn Þorleifsson
ljósmynd/Kári Björn Þorleifsson
ljósmynd/Kári Björn Þorleifsson
mbl.is

Gettu í hvar Gylfi keypti brúðkaupsfötin?

19:00 Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður og fótboltastjarna kvæntist ástinni um helgina. Hann valdi aðeins það besta eða föt frá ... Meira »

Dragdrottning Íslands hélt uppi stuðinu

18:00 Dragdrottning Íslands, Gógó Starr, mætti einnig á svæðið og sló í gegn með flutningi á laginu Snapshot með RuPaul og hárblásurum sem hún nýtti sem vindvélar til að fullkomna showið. Meira »

Adele nánast óþekkjanleg

14:00 Breska tónlistarkonan Adele hefur lagt mikið af en það sést vel á nýrri mynd af tónlistarkonunni með hljómsveitinni Spice Girls. Meira »

Kjóll Alexöndru frá Galia Lahav

11:27 Brúðarkjóll Alexöndru Helgu Ívarsdóttur er frá ísraelska tískuhúsinu Galia Lahav.   Meira »

Hvers vegna fór Vigdís í framboð 1980?

10:25 Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir að hún hefði aldrei farið í forsetaframboð ef sjómennirnir hefðu ekki skorað á hana. Meira »

Eins og risastór tískusýning á árshátíðinni

05:00 Það voru allir í spariskapi þegar Geysir hélt árshátíð sína í Marshallhúsinu. Eins og sést á myndunum voru allir í sínu fínasta pússi á þessu fallega sumarkvöldi. Boðið var upp á girnilegar veitingar en andleg næring var í boði Frímanns Gunnarssonar en hann kitlaði hláturtaugar gestanna og Una Schram og Cell7 tóku í míkrafóninn við mikinn fögnuð. Meira »

Dragdrottningar stálu senunni á MTV-verðlaunahátíðinni

Í gær, 20:00 Dragdrottningarnar Trixie Mattel, Katya Zamolodchikova og Alyssa Edwards sköruðu fram úr á rauða dreglinum.  Meira »

Sjáðu Gylfa og Alexöndru á brúðkaupsdaginn

í gær Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir birtu loksins myndir af stóra deginum.  Meira »

Kolbrún fær útrás í að fegra í kringum sig

í gær Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík. Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Meira »

Vigdís Hauks og Garðar Kjartans í sveitinni

í gær Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Garðar Kjartansson fasteignasali nutu veðurblíðunnar saman um helgina.   Meira »

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

í gær Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

í fyrradag Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

17.6. Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

17.6. Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »

Langar þig í hádegisverð með Clooney?

17.6. Nú er uppboð á netinu þar sem þú getur unnið hádegisverð með Amal og George Clooney í villu þeirra hjóna við Como-vatnið á Ítalíu. Meira »

Kynntust á trúnó og ætla sér stóra hluti

17.6. Agnes Kristjónsdóttir og Rebekka Austmann hafa sameinað krafta sína á ævintýralegan hátt en leiðir þeirra lágu saman á athyglisverðan hátt. Meira »

Þjálfari Kim K um hnébeygjur

17.6. Einkaþjálfarinn hennar Kim Kardashian veit hvað hún syngur þegar kemur að hnébeygju með lyftingastöng. Hún tekur saman sjö atriði sem hafa ber í huga. Meira »

Gómaði kærastann í framhjáhaldi

16.6. Ung kona í Bretlandi komst að því í gegnum Facebook að kærastinn hennar var að halda fram hjá henni.  Meira »

Gestirnir farnir heim úr brúðkaupinu

16.6. Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir buðu nánustu fjölskyldu í brunch í hádeginu en annars eru gestirnir að tínast til síns heima. Meira »

Þetta segir Rut Kára um unglingaherbergið

16.6. Regluleg grisjun, úthugsað litaval og notaleg lýsing geta, að sögn Rutar Káradóttur, hjálpað til við að halda vistarverum unglingsins á heimilinu fallegum. Meira »

Hundurinn Koby ekki skilinn út undan

16.6. Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa átt hundinn Koby síðan 2012. Koby leikur stórt hlutverk í lífi þeirra og er með sitt eigið #kobygram Meira »