Hlutir sem karlmenn elska svefnherberginu

Kósý herbergi.
Kósý herbergi. Pexels

Svefnherbergið er persónulegur staður, jafnvel sá persónulegasti í húsinu. Þar geymum við oft persónulega muni og hengjum upp myndir sem okkur þykir vænt um. Cosmopolitan tók saman lista yfir nokkra hluti sem karlmenn elska að sjá í svefnherberginu. 

Gardínur

Gardínur slá kynþokkafullan tón í herbergið og gera birtustigið fyrir rúm-leikfimina. 

Plötuspilari

Plötuspilari getur bryddað upp á stemninguna og verið upphafið að samtali um hvaða tónlist þið hlustið á. Það getur verið skemmtilegt að hafa nokkrar plötur til hliðar sem hann getur skoðað og þið valið úr hvað þið viljið hlusta á. 

Plaköt og málverk á veggjunum

Flottar myndir á veggjunum gera herbergið hlýlegt og fallegt. 

Myndir úr ferðalögum

Það er kynþokkafullt að vera heimshornaflakkari. Það er því sniðugt að hengja upp nokkrar myndir úr ferðalögum þínum. Myndirnar geta svo einnig verið upphaf að samtali um ferðalög. 

Plötuspilari getur bryddað upp á stemninguna og verið upphafið að …
Plötuspilari getur bryddað upp á stemninguna og verið upphafið að samtali um hvaða tónlist þið hlustið á. Pexels

Kerti

Kerti eru punkturinn yfir i-ð þegar það kemur að því að skapa kynæsandi stemningu. Ilmkerti eru líka sniðug til að fá góða lykt í herbergið. 

Hlutina í náttborðsskúffunni

Karlmenn elska að þurfa ekki að fara ferð á baðherbergið eða í fatahrúguna til að sækja það nauðsynlegasta þegar kemur að kynlífi, smokka. Það er sniðugt að geyma nokkra smokka, sleipiefni og nuddolíur í náttborðskúffunni. 

Harry Potter-bækurnar þínar

Það þurfa ekki endilega að vera Harry Potter-bækurnar, en það er í fínu lagi að hafa bækurnar sem þú elskar uppi í hillu þar sem þær sjást. Þá getið þið mögulega rætt saman um bækur og hvaða bækur þið hafið lesið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál