Tengdapabbi íþróttaálfsins flytur

Sverrir Björnsson.
Sverrir Björnsson. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Hjónin Sverrir Björnsson, fyrrverandi hönnunarstjóri Hvíta hússins og einn þekktasti auglýsingamaður landsins, og Áslaug Harðardóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu. Íbúðin, sem er 168 fm að stærð, stendur við Ránargötu í vesturbæ Reykjavíkur. Þess má geta að Sverrir er faðir Hrefnu Bjarkar, unnustu Magnúsar Scheving, en hann bað hennar með tilþrifum í fyrra. 

Yfirbragð heimilisins er friðsamlegt og notalegt. Engir áberandi litir trufla fegurðarskynið og er mikið lagt upp úr því að hver hlutur eigi sinn stað. 

Eldhúsið er opið inn í stofu og borðstofu en hvít sprautulökkuð innrétting prýðir eldhúsið sem er með góðu skápaplássi. 

Falleg listaverk prýða íbúðina en á efri hæðinni er ákaflega voldugt bókasafn sem setur svip sinn á heimilið. 

Af fasteignavef mbl.is: Ránargata 46

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál