Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

Mjúkir tónar hafa góð áhrif í svefnherberginu.
Mjúkir tónar hafa góð áhrif í svefnherberginu. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk eyðir stórum hluta ævinnar inni í svefnherbergi. Vegna þess að fólk er oftast sofandi þar inni og svefnherbergisdyrnar sjaldan opnar ókunnugum eyðir það ekki miklum tíma í að nostra við smáatriði. Innanhúshönnuðir eru þó fljótir að koma auga á hönnunarmistök í svefnherberginu eins og nokkrir upplýstu um á MyDomaine

Gleyma listaverkum

Listaverk eru oft hengd upp í stofunni þar sem allir gestir sjá þau. Þess vegna eru svefnherbergisveggir oftast auðir. Innanhúshönnuður bendir á að fólk fer að sofa og vaknar aftur í svefnherberginu á hverjum degi, svo af hverju ekki að hengja eitthvað fallegt á veggina? 

Horfa fram hjá góðri lýsingu

Það er ekkert sem segir að stórar og fínar ljósakrónur eigi bara heima í borðstofunni. Fólk er hvatt til þess að hafa fjölbreytta lýsingu í svefnherberginu. Er gott að blanda saman loftljósi, lesljósum og lömpum.

Húsgögn sem passa ekki inn í rýmið

Annar innanhúshönnuður tekur alltaf eftir því þegar það eru of stór eða of lítil húsgögn inni í svefnherbergjum. 

Hunsa drasl

Fólk á að geta slakað á og andað rólega í svefnherberginu. Innanhúshönnuður hvetur fólk til þess að losa sig við óþarfa hluti og passa að húsgögn séu ekki of stór fyrir svefnherbergið. Körfur og bakkar geta hjálpað til við skipulag ef fólk vill halda einhverjum smáhlutum sýnilegum, annað ætti að fara í góða geymslu. 

Skærir litir

Skærir litir eiga ekki heima í svefnherberginu. Náttúrulegir litir sem hafa róandi áhrif passa betur fyrir svefnherbergið. Mismunandi áferð á efni í svefnherberginu hjálpar líka til að bjóða fólk velkomið og gerir herbergið mýkra. 

Kannski of margir púðar?
Kannski of margir púðar? mbl.is/Thinkstockphotos

Gleyma höfuðgaflinum

Ekki gleyma höfuðgaflinum og hann þarf heldur ekki að vera leiðinlegur. Það er hægt að setja nýtt áklæði á höfuðgafl auk þess sem skemmtileg form höfuðgafla geta hrist upp í herberginu.  

Of mikið af púðum

Púðar eru hin mesta prýði í svefnherbergjum en það er óþarfi að fylla rúmið með púðum. Innanhúshönnuður kýs að hafa einungis fjóra púða í þeim herbergjum sem hann vinnur að. Tvo hvorn sínu megin og bara einn til tvo til skrauts. 

Spara þegar kemur að rúmfötum

Fólk eyðir einum þriðja af lífinu í rúminu. Það ætti því að borga sig að fjárfesta í góðum og flottum rúmfötum. 

Ekkert geymslupláss í náttborðinu

Draslið er fljótt að hlaðast upp á náttborðinu þegar ekki eru skúffur fyrir bækur, krem og hleðslutæki. 

mbl.is

Algengustu kynlífsfantasíurnar

Í gær, 21:30 Ansi marga dreymir um að hrista upp í hlutunum í svefnherberginu. Hér eru sjö algengustu kynlífsfantasíur sem fólk hefur.  Meira »

Klæðir sig eins og prinsessa

Í gær, 19:00 Jana Aasland er vinsæl um þessar mundir og klæðir sig í anda prinsessu þar sem stórar ermar eru í fyrirrúmi og strigaskór svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Frosti og Helga Gabríela mættu saman

Í gær, 14:00 Frosti Logason og Helga Gabríela voru í góðum gír á myndlistarsýningu Ella Egilssonar í NORR11 á föstudaginn.   Meira »

Sex ára afmælisprins styður England

Í gær, 11:30 „Prins Georg á afmæli í dag, en sem elsta barn Vilhjálms og Katrínar, hertogahjónanna af Cambridge, er hann þriðji í erfðaröðinni að bresku krúnunni,“ skrifar Guðný Ósk Lax­dal, konunglegur sérfræðingur Smartlands. Meira »

Blómapottar geta létt lífið

Í gær, 09:00 Mörgum þykir þægilegra að vinna með plöntur í blómapottum frekar en í beðum, en Margrét Ása í Blómavali segir áríðandi að ganga þá rétt frá pottunum. Meira »

Þetta er kalt í heimilistískunni

Í gær, 05:00 Myndaveggir og að hafa allt í sama stílnum er að detta úr tísku. Fólk er hvatt til þess að hafa heimilin lífleg og fjölbreytt eins og lífið sjálft. Meira »

Er vesen í svefnherberginu?

í fyrradag Ef slæmur svefn er að hafa áhrif á kynlífið gæti lausnin verið að sofa hvort í sínu rúminu.  Meira »

Gott grill breytir stemningunni í sólinni

í fyrradag Vönduð þjónusta og góður varahlutalager skiptir kaupendur æ meira máli við val á grilli. Einar Long segir hvorki gott fyrir jörðina né veskið að ætla að endurnýja heimilisgrillið með nokkurra ára millibili. Meira »

Húsgagnalína í anda Friends

í fyrradag Húsgagnatískan hefur breyst töluvert síðan 2004, árið sem síðasti Friends-þátturinn fór í loftið. Nú geta þó æstir aðdáendur Friends-þáttanna keypt húsgögn og aðra heimilismuni sem eru innblásnir af því sem sást í þáttunum. Meira »

Finnst róandi að mála sig

í fyrradag Helga Sæunn Þorkelsdóttir förðunarfræðingur fékk snemma áhuga á snyrtivörum og hefur áhuginn og færnin bara aukist með árunum. Smartland fékk að kíkja í snyrtibuddu Helgu. Meira »

Frægasta peysa Díönu var ræktarpeysan

í fyrradag Frægasta peysa Díönu prinsessu seldist fyrir metfjárhæð. Díana klæddist peysunni alltaf þegar hún fór í ræktina.   Meira »

Ótrú unnustanum og hætti við brúðkaupið

20.7. „Eftir að hafa dreymt hann mánuðum saman stundaði ég kynlíf með stjörnunni í badmintonliðinu okkar. Ég hætti við brúðkaup vegna hans en nú er ég með áhyggjur yfir því að ég hafi farið frá góðum manni vegna drauma.“ Meira »

Blómstrandi tré eru málið núna

20.7. Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. Meira »

Kylie í notuðum fötum

20.7. Í sumarfríi sínu í Karíbahafi hefur Kylie Jenner klæðst sundfötum sem eru þremur árum eldri en hún sjálf, og sundbol og leggings sem eru sex árum eldri en hún. Meira »

Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð

20.7. Þakíbúðin í Garðabæ hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti. Meira »

Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar

20.7. Katrín hertogaynja af Cambridge kann að velja skó við öll tilefni. Þessir skór passa svo sannarlega við hvaða tilefni sem er, enda hefur hún verið í þeim á fjórum viðburðum í sumar. Meira »

Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

19.7. Þetta ráð er kannski ekki það kynþokkafyllsta, en það gæti virkað fyrir marga.  Meira »

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

19.7. Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

19.7. Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

19.7. Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

19.7. ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »