Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

Mjúkir tónar hafa góð áhrif í svefnherberginu.
Mjúkir tónar hafa góð áhrif í svefnherberginu. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk eyðir stórum hluta ævinnar inni í svefnherbergi. Vegna þess að fólk er oftast sofandi þar inni og svefnherbergisdyrnar sjaldan opnar ókunnugum eyðir það ekki miklum tíma í að nostra við smáatriði. Innanhúshönnuðir eru þó fljótir að koma auga á hönnunarmistök í svefnherberginu eins og nokkrir upplýstu um á MyDomaine

Gleyma listaverkum

Listaverk eru oft hengd upp í stofunni þar sem allir gestir sjá þau. Þess vegna eru svefnherbergisveggir oftast auðir. Innanhúshönnuður bendir á að fólk fer að sofa og vaknar aftur í svefnherberginu á hverjum degi, svo af hverju ekki að hengja eitthvað fallegt á veggina? 

Horfa fram hjá góðri lýsingu

Það er ekkert sem segir að stórar og fínar ljósakrónur eigi bara heima í borðstofunni. Fólk er hvatt til þess að hafa fjölbreytta lýsingu í svefnherberginu. Er gott að blanda saman loftljósi, lesljósum og lömpum.

Húsgögn sem passa ekki inn í rýmið

Annar innanhúshönnuður tekur alltaf eftir því þegar það eru of stór eða of lítil húsgögn inni í svefnherbergjum. 

Hunsa drasl

Fólk á að geta slakað á og andað rólega í svefnherberginu. Innanhúshönnuður hvetur fólk til þess að losa sig við óþarfa hluti og passa að húsgögn séu ekki of stór fyrir svefnherbergið. Körfur og bakkar geta hjálpað til við skipulag ef fólk vill halda einhverjum smáhlutum sýnilegum, annað ætti að fara í góða geymslu. 

Skærir litir

Skærir litir eiga ekki heima í svefnherberginu. Náttúrulegir litir sem hafa róandi áhrif passa betur fyrir svefnherbergið. Mismunandi áferð á efni í svefnherberginu hjálpar líka til að bjóða fólk velkomið og gerir herbergið mýkra. 

Kannski of margir púðar?
Kannski of margir púðar? mbl.is/Thinkstockphotos

Gleyma höfuðgaflinum

Ekki gleyma höfuðgaflinum og hann þarf heldur ekki að vera leiðinlegur. Það er hægt að setja nýtt áklæði á höfuðgafl auk þess sem skemmtileg form höfuðgafla geta hrist upp í herberginu.  

Of mikið af púðum

Púðar eru hin mesta prýði í svefnherbergjum en það er óþarfi að fylla rúmið með púðum. Innanhúshönnuður kýs að hafa einungis fjóra púða í þeim herbergjum sem hann vinnur að. Tvo hvorn sínu megin og bara einn til tvo til skrauts. 

Spara þegar kemur að rúmfötum

Fólk eyðir einum þriðja af lífinu í rúminu. Það ætti því að borga sig að fjárfesta í góðum og flottum rúmfötum. 

Ekkert geymslupláss í náttborðinu

Draslið er fljótt að hlaðast upp á náttborðinu þegar ekki eru skúffur fyrir bækur, krem og hleðslutæki. 

mbl.is

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

10:00 Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

05:00 „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

Í gær, 23:00 Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

Í gær, 19:00 „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

Í gær, 16:00 „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

Í gær, 13:15 Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

í gær „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

í gær Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

í fyrradag Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

í fyrradag Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

í fyrradag Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

17.1. Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

17.1. „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

17.1. Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

16.1. Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

16.1. Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

16.1. „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

16.1. Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

16.1. Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

16.1. Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

16.1. „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »