Sjáðu húsið sem félag Hannesar keypti

Hannes Smárason fjárfestir hefur keypt fasteign á Seltjarnarnesi.
Hannes Smárason fjárfestir hefur keypt fasteign á Seltjarnarnesi. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hannes Smárason og kona hans, Brynja Vífilsdóttir, hafa keypt glæsihús við sjóinn á Seltjarnarnesi. Um er að ræða einbýlishús sem stendur við Steinavör 4 og er húsið 385 fm að stærð. Fasteignamat hússins fyrir 2019 er 165.300.000 kr.

Húsið er teiknað af föður Brynju, Vífli Magnússyni arkitekt. Vífill var undir áhrifum frá íslenska burstabænum þegar hann hannaði húsið á áttunda áratugnum. Húsið er á einni hæð með gróðurþekju á þökum. 

Húsið er skráð á félag í þeirra eigu, ELL 271 ehf. sem stofnað var 2013. Brynja Vífilsdóttir er stjórnarmaður í félaginu sem var stofnað utan um leigu atvinnuhúsnæðis samkvæmt RSK. 

ELL 271 ehf. festi kaup á húsinu 28. október 2016. 

Steinavör 4 á Seltjarnarnesi þykir algert listaverk.
Steinavör 4 á Seltjarnarnesi þykir algert listaverk. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Steinavör 4 er teiknuð af Vífli Magnússyni, tengdaföður Hannesar Smárasonar.
Steinavör 4 er teiknuð af Vífli Magnússyni, tengdaföður Hannesar Smárasonar. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál