Heitustu heimilistrendin 2018

Hanna Stína hannaði þetta hús sem er í Kópavogi.
Hanna Stína hannaði þetta hús sem er í Kópavogi. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Árið 2018 var gott heimilisár. Fólk kepptist við að fegra híbýli sín eins og enginn væri morgundagurinn. Auðvitað er smekkurinn misjafn en hér eru nokkur atriði sem gerðu allt vitlaust 2018.

Hringlaga speglar gerðu allt vitlaust. Þessi er í íbúð sem ...
Hringlaga speglar gerðu allt vitlaust. Þessi er í íbúð sem hönnuð var af HAF Studio. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Hringlaga speglar

Það var enginn maður með mönnum nema eiga hringlaga spegil. Helst átti spegillinn að vera reyklitaður, bronslitaður eða bleikur. Í Módern er hægt að fá hringlaga spegla í nokkrum útgáfum en það er líka hægt að láta sérpanta þá í fyrirtækjum eins og Glerborg.

Þetta bastljós fæst í IKEA.
Þetta bastljós fæst í IKEA.

Bastið með kombakk

Bast þótti mjög töff á áttunda og níunda áratugnum. Fólk keypti sér baststóla með risabaki, hillur og bastborð. Lengi vel var ekki hægt að nálgast þetta nema heppnin væri með fólki á nytjamörkuðum eða antiksölum. Árið 2018 breyttist þetta. Bastið hélt innreið sína og birtist í alls konar myndum. Basthúsgögn hafa marga góða kosti. Þau eru til dæmis umhverfisvæn í framleiðslu því efniviðurinn þarf ekki mikla vökvun. Þeim sem er annt um umhverfið velja bastið fram yfir annan efnivið.

Flauelið var mjög vinsælt árið 2018.
Flauelið var mjög vinsælt árið 2018.

Flauel

Flauel er mjög seventís-legt en árið 2018 varð það mun eftirsóttara en oft áður. Bláir flauelssófar fóru að seljast betur. Einnig hafa flauelspullur verið áberandi og flauelspúðar. Sannleikurinn er samt sá að þótt flauelið hafi verið áberandi 2018 mokaðist það ekkert út úr verslunum. Praktíska fólkið kaupir sér nefnilega ekki flauel heldur fer í ullarefni eða leður.

Plöntur hafa sjaldan verið vinsælli. Þessar eru úr IKEA.
Plöntur hafa sjaldan verið vinsælli. Þessar eru úr IKEA. Ljósmynd/IKEA

Plöntur

2018 var árið þar sem annar hver maður fékk græna fingur. Plöntur út um allt gerir heimilið hlýlegt og bætir líka loftgæðin á heimilinu. Það þarf bara að muna að vökva og hugsa um hverja plöntu eins og afkvæmi. Þá blómstrar plönturæktin sem aldrei fyrr.

Eggið eftir Arne Jacobsen flokkast sem klassísk hönnun. Hér er ...
Eggið eftir Arne Jacobsen flokkast sem klassísk hönnun. Hér er það á heimili Rutar Káradóttur innanhússarkitekts. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Klassísk hönnun

Þótt margt nýtt hafi komið fram þá toppar ekkert klassíska hönnun Arne Jacobsen, Louis Poulsen, Borge Mogensen, Vitra og Minotti. Vönduð og góð hönnun er góð fjárfesting því hún heldur verðgildi sínu og hana er hægt að selja aftur ef í harðbakka slær. Fólk virtist vera nokkuð meðvitað um þetta 2018.

Vinsældir plakata minnkuðu og fólk vildi frekar listaverk.
Vinsældir plakata minnkuðu og fólk vildi frekar listaverk.

Plaköt viku fyrir alvörulist

Fyrir nokkrum árum var mikil plakatatíska. Þessi tískustraumur dó árið 2018 en þá kaus fólk frekar að eyða meiri peningum í verk eftir alvörulistamenn, ekki fjöldaframleidd plaköt. Þetta sýndi sig best á Ásmundarsafni fyrir jólin þar sem verkin runnu niður af veggjunum jafnóðum og þau voru hengd upp.

Marmari var vinsæll á árinu 2018. Hér er eldhús sem ...
Marmari var vinsæll á árinu 2018. Hér er eldhús sem hannað var af Hönnu Stínu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Marmari gerði allt vitlaust

Marmarinn hefur sjaldan verið vinsælli en hann var 2018 og mun hann halda áfram að vera vinsæll. Lengi vel var það bara ljós marmari sem átti upp á pallborð hjá fólki en árið 2018 sást meira af gráum, grænum og svörtum marmara í bland við arabískan marmara sem er brúnleitur. Ef fólk splæsti ekki í marmaraborðplötu þá festi það kaup á skrautmunum úr marmara eins og brettum, bökkum og kertastjökum.

Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður gerði fallegt litakort fyrir Slippfélagið. Þessi dökkblái ...
Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður gerði fallegt litakort fyrir Slippfélagið. Þessi dökkblái er þar á meðal.

Veggir í lit

2018 var enginn maður með mönnum nema mála heimilið í hlýlegum lit. Fyrir nokkrum árum byrjaði þetta í gráum tónum en svo fóru litirnir að fara út í vínrauðan, brúnbleikan, svartan, millibláan, grágrænan og allt þar á milli.

mbl.is

Þarftu hagfræðing í ástarmálin?

20:00 „Tinder er frábært fyrir fólk sem hefur áhuga á vinum og skyndikynnum. Ég veit að ég er að undirselja Tinder, en ef þú vilt vera vinsæll á Tinder þá viltu fá marga til að líka við þig.“ Meira »

Þorramatur er alls engin óhollusta

17:00 Lukka Pálsdóttir, eigandi Happs, segir að vegna góðgerla í súrsuðum mat sem borinn er fram á þorrablótum sé hann alls ekki óhollur. Meira »

Fyrrverandi kona makans alltaf að trufla

13:30 „Ég er svo döpur. Fyrrverandi kona kærasta míns er alltaf að senda honum skilaboð og trufla okkur. Alltaf bregst hann við og svarar þeim. Við erum kannski uppi í sófa að kyssast þegar síminn hans byrjar að pípa og þá bregst hann alltaf við.“ Meira »

Smekklegt heimili Snædísar arkitekts

09:32 Snædís Bjarnadóttir arkitekt hefur sett sitt sjarmerandi heimili á Seltjarnarnesi á sölu. Uppröðun á húsgögnum er einstök!   Meira »

Hálfdán vakti í 42 tíma, hvað gerist?

05:00 Hálfdán Steinþórsson vakti í 42 klukkutíma til að athuga hvað myndi gerast í líkamanum. Hann sagði að honum liði svolítið eins og hann væri þunnur og var lengur að velja orð eftir alla vökuna. Meira »

Kúa-mynstur nýjasta tískan?

í gær Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner spókaði sig á snekkju í glæsilegum sundbol með kúa-mynstri. Ætli kúa-mynstur verði í tísku í sumar? Meira »

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

í gær Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

í gær „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

í gær Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

í gær Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

í gær Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

í fyrradag Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

21.1. Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

21.1. Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

21.1. Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

21.1. Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

21.1. Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

20.1. Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

20.1. Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

20.1. Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

20.1. Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »