Heitustu heimilistrendin 2018

Hanna Stína hannaði þetta hús sem er í Kópavogi.
Hanna Stína hannaði þetta hús sem er í Kópavogi. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Árið 2018 var gott heimilisár. Fólk kepptist við að fegra híbýli sín eins og enginn væri morgundagurinn. Auðvitað er smekkurinn misjafn en hér eru nokkur atriði sem gerðu allt vitlaust 2018.

Hringlaga speglar gerðu allt vitlaust. Þessi er í íbúð sem ...
Hringlaga speglar gerðu allt vitlaust. Þessi er í íbúð sem hönnuð var af HAF Studio. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Hringlaga speglar

Það var enginn maður með mönnum nema eiga hringlaga spegil. Helst átti spegillinn að vera reyklitaður, bronslitaður eða bleikur. Í Módern er hægt að fá hringlaga spegla í nokkrum útgáfum en það er líka hægt að láta sérpanta þá í fyrirtækjum eins og Glerborg.

Þetta bastljós fæst í IKEA.
Þetta bastljós fæst í IKEA.

Bastið með kombakk

Bast þótti mjög töff á áttunda og níunda áratugnum. Fólk keypti sér baststóla með risabaki, hillur og bastborð. Lengi vel var ekki hægt að nálgast þetta nema heppnin væri með fólki á nytjamörkuðum eða antiksölum. Árið 2018 breyttist þetta. Bastið hélt innreið sína og birtist í alls konar myndum. Basthúsgögn hafa marga góða kosti. Þau eru til dæmis umhverfisvæn í framleiðslu því efniviðurinn þarf ekki mikla vökvun. Þeim sem er annt um umhverfið velja bastið fram yfir annan efnivið.

Flauelið var mjög vinsælt árið 2018.
Flauelið var mjög vinsælt árið 2018.

Flauel

Flauel er mjög seventís-legt en árið 2018 varð það mun eftirsóttara en oft áður. Bláir flauelssófar fóru að seljast betur. Einnig hafa flauelspullur verið áberandi og flauelspúðar. Sannleikurinn er samt sá að þótt flauelið hafi verið áberandi 2018 mokaðist það ekkert út úr verslunum. Praktíska fólkið kaupir sér nefnilega ekki flauel heldur fer í ullarefni eða leður.

Plöntur hafa sjaldan verið vinsælli. Þessar eru úr IKEA.
Plöntur hafa sjaldan verið vinsælli. Þessar eru úr IKEA. Ljósmynd/IKEA

Plöntur

2018 var árið þar sem annar hver maður fékk græna fingur. Plöntur út um allt gerir heimilið hlýlegt og bætir líka loftgæðin á heimilinu. Það þarf bara að muna að vökva og hugsa um hverja plöntu eins og afkvæmi. Þá blómstrar plönturæktin sem aldrei fyrr.

Eggið eftir Arne Jacobsen flokkast sem klassísk hönnun. Hér er ...
Eggið eftir Arne Jacobsen flokkast sem klassísk hönnun. Hér er það á heimili Rutar Káradóttur innanhússarkitekts. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Klassísk hönnun

Þótt margt nýtt hafi komið fram þá toppar ekkert klassíska hönnun Arne Jacobsen, Louis Poulsen, Borge Mogensen, Vitra og Minotti. Vönduð og góð hönnun er góð fjárfesting því hún heldur verðgildi sínu og hana er hægt að selja aftur ef í harðbakka slær. Fólk virtist vera nokkuð meðvitað um þetta 2018.

Vinsældir plakata minnkuðu og fólk vildi frekar listaverk.
Vinsældir plakata minnkuðu og fólk vildi frekar listaverk.

Plaköt viku fyrir alvörulist

Fyrir nokkrum árum var mikil plakatatíska. Þessi tískustraumur dó árið 2018 en þá kaus fólk frekar að eyða meiri peningum í verk eftir alvörulistamenn, ekki fjöldaframleidd plaköt. Þetta sýndi sig best á Ásmundarsafni fyrir jólin þar sem verkin runnu niður af veggjunum jafnóðum og þau voru hengd upp.

Marmari var vinsæll á árinu 2018. Hér er eldhús sem ...
Marmari var vinsæll á árinu 2018. Hér er eldhús sem hannað var af Hönnu Stínu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Marmari gerði allt vitlaust

Marmarinn hefur sjaldan verið vinsælli en hann var 2018 og mun hann halda áfram að vera vinsæll. Lengi vel var það bara ljós marmari sem átti upp á pallborð hjá fólki en árið 2018 sást meira af gráum, grænum og svörtum marmara í bland við arabískan marmara sem er brúnleitur. Ef fólk splæsti ekki í marmaraborðplötu þá festi það kaup á skrautmunum úr marmara eins og brettum, bökkum og kertastjökum.

Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður gerði fallegt litakort fyrir Slippfélagið. Þessi dökkblái ...
Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður gerði fallegt litakort fyrir Slippfélagið. Þessi dökkblái er þar á meðal.

Veggir í lit

2018 var enginn maður með mönnum nema mála heimilið í hlýlegum lit. Fyrir nokkrum árum byrjaði þetta í gráum tónum en svo fóru litirnir að fara út í vínrauðan, brúnbleikan, svartan, millibláan, grágrænan og allt þar á milli.

mbl.is

Kylie í notuðum fötum

14:00 Í sumarfríi sínu í Karíbahafi hefur Kylie Jenner klæðst sundfötum sem eru þremur árum eldri en hún sjálf, og sundbol og leggings sem eru sex árum eldri en hún. Meira »

Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð

09:30 Þakíbúðin í Garðabæ hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti. Meira »

Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar

05:00 Katrín hertogaynja af Cambridge kann að velja skó við öll tilefni. Þessir skór passa svo sannarlega við hvaða tilefni sem er, enda hefur hún verið í þeim á fjórum viðburðum í sumar. Meira »

Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

Í gær, 22:00 Þetta ráð er kannski ekki það kynþokkafyllsta, en það gæti virkað fyrir marga.  Meira »

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

Í gær, 18:00 Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

í gær Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

í gær Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

í gær ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

í fyrradag Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

í fyrradag María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

18.7. Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

18.7. Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

18.7. Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

17.7. Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

17.7. Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

17.7. Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

17.7. Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

17.7. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

16.7. Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

16.7. Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

16.7. Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »