Fimm ódýrustu einbýlin í Reykjavík

Ódýrt einbýli á besta stað í Þingholtunum.
Ódýrt einbýli á besta stað í Þingholtunum. ljósmynd/Fasteignavefur Mbl.is

Það dreymir marga um að búa í einbýlishúsi, með sér garð og enga nágranna sem halda fyrir þeim vöku eða leiðinlega húsfundi til að mæta á. Einbýlishús eru ekki alltaf 300 fermetrar á mörgum hæðum eða kosta yfir 100 milljónir eins og sjá má á Fasteignavef mbl.is. 

Á Freyjugötu er til sölu snoturt einbýlishús í bakhúsi á 49,9 milljónir.

Freyjugata.
Freyjugata. ljósmynd/Fasteignavefur Mbl.is

Í Þingholtunum á dýrasta stað í bænum er að finna einbýlishús á 49,9 milljónir. Laghentur einstaklingur getur gert góð kaup á þessu húsi á Óðinsgötu

Óðinsgata.
Óðinsgata. ljósmynd/Fasteignavefur Mbl.is

Eitt krúttlegasta einbýlishúsið á markaðnum í dag hlýtur að vera á Vesturvallagötu. Húsið kostar 54,5 milljónir en er ekki nema tæpir 54 fermetrar. 

Vesturvallagata.
Vesturvallagata. ljósmynd/Fasteignavefur Mbl.is

Kjalarnesið er sannkölluð sveit í borg og en þar er til sölu 91 fermetra einbýlishús með stórri lóð á 56 milljónir. 

Sveit í borg á Kjalarnesi.
Sveit í borg á Kjalarnesi. ljósmynd/Fasteignavefur Mbl.is

Skerjafjörðurinn er eitt eftirsóttasta hverfi borgarinnar en á Einarsnesinu er einbýlishús til sölu á 57,9 milljónir. 

Einarsnes.
Einarsnes. ljósmynd/Fasteignavefur Mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál