Tinna Brá selur sumarhúsið á Þingvöllum

Tinna Brá Baldvinsdóttir eigandi Hrím hefur sett sinn fallega sumarbústað á sölu. Bústaðurinn er litríkur og skemmtilegur eins og flest sem Tinna Brá kemur nálægt. 

Bústaðurinn er 59 fm að stærð og var hann byggður 1948. Bústaðurinn er staðsettur í landi Kárastaða í Bláskógarbyggð og stendur á 6200 m2 leigulóð á Þingvöllum. 

Eldhúsið og stofan eru í sama rými og fellur innréttingin vel inn í umhverfið. Túrkísblár veggur passar vel við viðinn og svo er bústaðurinn vel búinn huggulegum húsgögnum. Tekið er fram í auglýsingu að húsgögn geti fylgt með. 

Af fasteignavef mbl.is: Efristígur 3

mbl.is