Íslenska Kúlan í erlendu pressunni

Bryndís Bolladóttir.
Bryndís Bolladóttir.

Bryndís Bolladóttir hönnuður hannaði Kúluna á árunum 2010-2012 en nú er hún farin að vekja heimsathygli. Á dögunum var fjallað um hana í tímaritinu An Interior. Bryndís segir að Kúlan sé ekki bara falleg heldur bæti hún hljóðvist á heimilum og á vinnustöðum. 

„Kúla varð til á árunum 2010-2012 þegar mér varð ljóst samspil rétts textíls sem og efnis vinnur að  góðri hljóðvist. Mikið af textíl eins og þykkum teppum og þykkar gardínur hafa horfið af markaði og meira um hreina fleti, hörð efni og stóra glugga. Það var því klárlega þörf á einhverju mótvægi til að bæta hljóðvistina á smekklegan hátt,“ segir Bryndís. 

Aðspurð hvers vegna Kúlan njóti svona mikilla vinsælda segir Bryndís að það sé eitthvað innra með okkur sem laðist að þessu formi. 

„Ég held að það sé eitthvað innra með okkur sem laðast að formunum. Þá finnur fólk fljótt að Kúla er list með virkni þar sem sveigjanleiki í framsetningu er endalaus. Það tvennt gefur Kúlu tækifæri að vinna með arkitektúr og efnisval rýma og þannig undirbyggja það sem maður vill ná fram í umhverfi sínu. Að auki hefur forvitnin sem Ísland vekur, framleiðsla náttúrulegra efna og skírskotanir Kúlu til náttúrunnar, auk sjálfbærnivitundar okkar unnið með Kúlunni í að fanga athygli,“ segir hún. 

-Hvað gerir Kúlan annað en að vera falleg?

„Kúla er ISO-vottuð af hæsta gæðaflokki fyrir hljóðísog enda mikið í Kúlu spunnið annað en ysta lagið sem þó er sérhannað til að hleypa hljóði í gegnum sig. Það leiðir til þess að það er alltaf gaman að fara yfir tölfræðina með hljóðverkfræðingum.“

-Hvernig finnst þér fallegast að nota Kúluna?

„Skemmtilegast fyrir mig er þegar verkefnin eru stór og hafa afgerandi áhrif á rými og rýmistilfinninguna eins og í tilviki Perlunnar. En ég hef fylgst með Kúlunni prýða ótal staði, stóra sem smáa og gert þá fallega. En ætli það sé ekki með þetta eins og svo margt annað að fallegast er það þegar hún er í fallegu umhverfi, umkringd fallegum arkitektúr og húsgögnum þá gleðst maður.“

-Hverju breytir það fyrir þig að fá svona umfjöllun eins og í An Interior?

„Það er gott fyrir egóið mitt að finna að aðrir heillist svona af Kúlu. Dreifiaðila okkar í Bandaríkjunum njóta auðvitað góðs af slíkri umfjöllunum og það hjálpar okkur að ná þar fótfestu.“

Bryndís segir að það séu spennandi tímar fram undan. 

„Manni líður svolítið eins og Kúlan sé barnið manns. Og rétt eins og 7 ára barn sem er forvitið um heiminn og langar að gera allt sjálf og gera allt strax þá verður maður að gæta þess að hafa vit fyrir því og leiða það áfram í gegnum hlutina á yfirvegaðan hátt. Það fylgja Kúlu því töluverð ferðalög á sýningar og til dreifiaðila þessi misserin.“ 

Hér má sjá Kúluna í nokkrum stærðum og litum.
Hér má sjá Kúluna í nokkrum stærðum og litum.
Bryndís hannaði Kúluna á árunum 2010-2012.
Bryndís hannaði Kúluna á árunum 2010-2012.
mbl.is

Harry varð brjálaður út í Vilhjálm

16:43 „Ný heimildamynd um prinsana af Wales, Vilhjálm og Harry var frumsýnd um seinustu helgi í Bretlandi og ber heitið William and Harry: Princes at War,“ skrifar Guðný Ósk Laxdal í nýjasta pistli sínum á Smartlandi. Meira »

Leið illa þegar hún málaði grátt yfir bleikt

13:00 Leikkonan Lena Dunham segir að sér hafi liðið illa þegar hún þurfti að fela litríka íbúð sína til að þóknast þáverandi kærasta sínum. Meira »

Ævintýrahús Daða Guðbjörns og Soffíu

09:38 Myndlistarmaðurinn Daði Guðbjörnsson og eiginkona hans, Soffía Þorsteinsdóttir, hafa sett sitt heillandi einbýli við Nýlendugötu á sölu. Meira »

Minnislærdómur þarf ekki að vera leiðinlegur

05:00 Lærdómsforrit hverskonar eru sniðug leið til að fanga athygli ungmenna og gera lærdóminn bæði skemmtilegan og gagnvirkan.  Meira »

„Vinurinn tvívegis lamið barnið“

Í gær, 20:00 „Barnið mitt kom heim og sagði vin sinn hafa hrint sér tvisvar sinnum þann daginn - annars vegar því það reiddist þegar það heyrði ekki svar við spurningu og hélt sig hundsað.“ Meira »

Uppáhaldsstaðurinn er þar sem ég bý

í gær Sigríður María Egilsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði fyrr í sumar frá Háskólanum í Reykjavík en heldur út til Stanford í framhaldsnám í alþjóðlegri viðskiptalögfræði á næstu dögum. Meira »

Íslenskir hönnuðir sýna í Lundúnum

í gær Studio Hanna Whitehead, Ragna Ragnarsdóttir, 1+1+1, Theodóra Alfreðs, Studíó Flétta, Björn Steinar Blumenstein, Tinna Gunnarsdóttir, Rúna Thors & Hildur Steinþórsdóttir munu taka þátt í samsýningu íslenskra og erlendra hönnuða á sýningunni Crossover eftir Adorno sem fram fer á London Design Fair, dagana 19. -22. september á Old Truman Brewery í London. Meira »

159 milljóna glæsihús við Vesturbrún

í gær Við Vesturbrún í Reykjavík stendur afar heillandi 302 fm einbýli sem er sérlega vel innréttað. Falleg málverk og húsgögn prýða heimilið. Meira »

„Ég skil ekki hví hann hætti að drekka“

í gær „Mig langar lítið að skipta mér af þessu hjá honum. En hann vill meina að ég sé partur af þessu öllu. Nú er ég í góðri vinnu og vil síður vera að merkja mér eitthvað svona.“ Meira »

Ert þú of lengi í sömu nærbuxunum?

í gær Ert þú einn af þeim sem skiptir á hverjum degi eða gerir það bara jafnoft og þú þrífur klósettið þitt?  Meira »

Einstakur stíll Alicia Vikander

í fyrradag Alicia Vikander er fyrirmynd þegar kemur að náttúrulegu útliti. Hún er með lítið litað hár og alltaf með förðunina í lágmarki. Hún velur vandaðan fatnað með góðum sniðum. Meira »

Ertu kvíðinn og þunglyndur gæfusmiður?

í fyrradag „„ Hver er sinnar gæfu smiður?“ Var yfirskrift greinar sem ég skrifaði átján ára gömul í skólablað Menntaskólans á Akureyri. Frómt frá sagt glottu vinir mínir út í annað þegar drottningin af Góða dátanum, Malibúprinsessan Sjallans, bjórynjan af Kaffi Karólínu sendi frá sér þessa grein eins og hún hefði löngum starfað með Steina löggu í áfengiseftirlitinu og fundið upp foreldraröltið í kjölfarið og látið loka Dynheimum vegna óspekta. Meira »

Melania í bol af Donald Trump?

19.8. Melania Trump kom heim úr sumarfríi í hvítum stuttermabol sem hefur vakið mikla athygli. Er þetta í fyrsta skiptið sem forsetafrúin sést í hvítum stuttermabol. Meira »

Geggjað útsýni út á sjó á Akranesi

19.8. Við Bakkatún 6 á Akranesi stendur afar fallegt og vel skipulagt 155 fm einbýlishús sem byggt var 1953.   Meira »

Svona fagnaði Ásdís Rán 40 árunum

19.8. Ásdís Rán Gunnarsdóttir hélt upp á fertugsafmæli sitt í Sofíu í Búlgaríu á dögunum. Öllu var tjaldað til svo veislan yrði sem best. Meira »

Þetta skiptir mestu máli í brúðkaupum

19.8. Það eru ekki gjafapokar, ræður eða tónlistin sem skiptir gestina máli heldur mun einfaldari atriði sem hægt er að redda auðveldlega. Meira »

Hætt að sofa saman eftir 15 ára samband

18.8. „Þó við eigum margt sameiginlegt þá erum við ólíkir persónuleikar, t.d. er ég mun félagslyndari hann. Það reynist okkur því oft erfitt að gera eitthvað félagslegt því hann hangir oft og tíðum bara í símanum á meðan.“ Meira »

Ást kvenna til karla spilar stórt hlutverk

18.8. Ólöf Júlíusdóttir varði doktorsritgerð sína í félagsfræði á föstudaginn. Ritgerðin ber heitið Tíminn, ástin og fyrirtækjamenning: Valdaójafnvægi kvenna og karla í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Ólöf hefur alltaf haft áhuga á hvers kyns mismunun og þegar henni bauðst tækifæri á að skoða valdaójafnvægi í íslensku viðskiptalífi lét hún slag standa. Meira »

Megastutt en áhrifarík æfing Önnu

18.8. Anna Eiríksdóttir kennir lesendum að gera stutta en mjög áhrifaríka æfingu. Það eina sem þú þarft er jóga-dýna og svo er ágætt að vera í léttum leikfimisfötum. Meira »

Elli og Solla létu pússa sig saman

18.8. Sólveig Eiríksdóttir grænmetis- og veganfrumkvöðull gekk að eiga kærasta sinn, Elías Guðmundsson í gær. Athöfnin fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en svo var slegið upp veislu í Valsheimilinu. Meira »

Ertu til í ást sem endist?

18.8. Það eru til margar áhugaverðar leiðir til að laða til sín ást sem endist.   Meira »