Húsgagnalína í anda Friends

Jennifer Aniston og Lisa Kudrow í hlutverkum sínum við borðið …
Jennifer Aniston og Lisa Kudrow í hlutverkum sínum við borðið fræga.

Húsgagnatískan hefur breyst töluvert síðan 2004, árið sem síðasti Friends-þátturinn fór í loftið. Nú geta þó æstir aðdáendur Friends-þáttanna keypt húsgögn og aðra heimilismuni sem eru innblásnir af því sem sást í þáttunum að því fram kemur á vef Deadline

Það er húsgagnaverslunin Pottery Barn sem veðjar á það að aðdáendur Friends-þáttanna vilji skreyta heimili sín eins og árið sé enn 2000. Frægasti hluturinn sem er hluti af línunni er sófaborð sem Rachel keypti einmitt í sömu búð. Er borðið svo frægt að heill þáttur fékk heitið „The One with the Apothecary Table“ en þar er átt við borðið fræga sem nú er hægt að kaupa. 

Friends-þættirnir fagna 25 ára afmæli í ár en Pottery Barn er ekki fyrsta húsgagnaverslunin sem fagnar afmæli þáttanna. IKEA endurgerði líka eina frægustu stofu sjónvarpssögunnar með húsgögnum úr búðinni eins og sjá má á myndinni hér að neðan. 

Svona lítur Friends-stofan út með húsgögnum frá IKEA.
Svona lítur Friends-stofan út með húsgögnum frá IKEA. ljósmynd/IKEA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál