Friends-tískan aftur í tísku

Vinirnir vöktu ekki athygli fyrir sérstakan fatastíl á sínum tíma.
Vinirnir vöktu ekki athygli fyrir sérstakan fatastíl á sínum tíma. HO

Það hafa næstum allir horft á hina geysivinsælu þætti um vinina sex í New York, Friends. Karakterar í þáttunum vöktu ekki athygli á sínum tíma fyrir að klæðast sérstaklega töff eða áberandi fötum, heldur vegna þess að þau voru fyndin. 

Það sem helst stóð upp úr hvað varðar tískuna var hárið Rachel Green, sem Jennifer Aniston lék. Hún sannfærði margar hverjar um að styttur og axlasítt hár væri málið. Helsta ástæðan fyrir því að fatastíll karakteranna vakti ekki mikla athygli var líklegast sú að þau klæddust ofur-venjulegum fötum, fötum sem almenningur í Bandaríkjunum klæddist á þessum tíma.

Friends voru sýndir árin 1994-2004, en allir sem slitið hafa bernskuskónum síðan þá hafa komist í kynni við þættina á einhverjum tímapunkti. Þeir eru nú aðgengilegir á streymisveitunni Netflix. 

Greina má líkindi með fatastíl vinanna í New York í kringum aldamótin og „normxore“/90s-tískunni sem hefur verið ríkjandi síðustu ár. Normcore-stíllinn felst í því að vera töff án þess að reyna að vera töff. Hann er eins konar andstæða hipster-tískunnar, þar sem fólk leggur sig allt fram við að þykja töff.

Þessi klipping var vinsæl á sínum tíma.
Þessi klipping var vinsæl á sínum tíma. skjáskot

Það vakti mikla athygli síðasta haust þegar Balenciaga sýndi vetrarlínu sína, en í henni mátti finna stórfurðulega úlpu, samsetta út mörgum lögum af yfirhöfnum. Úlpan þótti minna á atriði úr þættinum The One Where No One's Ready þegar Joey klæðir sig í öll fötin hans Chandlers.

Joey Tribbiani, Matthew LeBlanc í öllum fötunum hans Chandlers og …
Joey Tribbiani, Matthew LeBlanc í öllum fötunum hans Chandlers og Balenciaga-úlpan. Samsett mynd
Friends-dömurnar passa inn í normcore-tísku nútímans.
Friends-dömurnar passa inn í normcore-tísku nútímans. skjáskot

Fatastíll Monicu Geller virðist einna helst standa upp úr, kannski sem betur fer því ekki viljum við að peysuvesti Chandlers fari að gera allt vitlaus. 

Bláar mömmu-gallabuxur með beinu sniði, oversized yfirhafnir (með axlapúðum) og skyrtur allt er þetta hluti af fataskáp Monicu, og allt eru þetta flíkur sem þykja töff í dag og passa beint inn í „normcore“-tískuna. 

Hártíska Monicu hefur einnig veitt mörgum hverjum innblástur en oft mátti sjá hana með spennur til að halda hárinu frá andlitinu. Spennu-tískan hefur verið ríkjandi síðustu mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál