Jónas R. og Helga selja glæsiíbúðina: Flutt úr landi

Jónas R. Jónsson og Helga Benediktsdóttir.
Jónas R. Jónsson og Helga Benediktsdóttir.

Jónas R. Jónsson, fiðlusmiður og fyrrverandi rokkstjarna, og eiginkona hans, arkitektinn Helga Benediksdóttir, hafa sett glæsiíbúðina á sölu en þau eru flutt úr landi eða nánar tiltekið til Portúgals. 

„Kon­an mín hætti að vinna um síðustu ára­mót og fyr­ir löngu ákváðum við að eyða síðasta ævi­skeiðinu í sól og hlýju. Við höf­um verið að und­ir­búa þetta og valið stóð milli Spán­ar og Portú­gals og varð síðar­nefnda landið fyr­ir val­inu. Fyrst vor­um við að gæla við Casca­is-svæðið vest­ur af Lissa­bon. Þar er stutt inn í borg­ina sem er mjög fal­leg og spenn­andi. Borg­in er byggð í hæðum og svo­lítið erfið yf­ir­ferðar. Portúgal er svo­lítið á eft­ir á ýmsa lund og það meina ég í já­kvæðri merk­ingu. Við kom­umst hins veg­ar að því að kuld­inn þarna fer niður fyr­ir okk­ar þol­mörk á vet­urna og fyr­ir vikið tók­um við stefn­una á Suður-Portúgal, Faro – Vilamoura. Þar er dá­sam­legt að vera. Hlýtt á vet­urna og fullt af golf­völl­um. Verst að hvor­ugt okk­ar spil­ar golf, en hver veit – kannski,“ sagði Jónas í samtali við Morgunblaðið í fyrra. 

Nú er íbúð þeirra hjóna komin á sölu en hún er ákaflega vönduð og falleg. Hún er 148 fm að stærð og er í húsi sem byggt var 1947. Í íbúðinni er allt hvítmálað en falleg parketlögð gólf með fiskibeinamunstri skapa hlýleika. Stórir gluggar prýða íbúðina og keyra upp sjarmann. 

Af fasteignavef mbl.is: Drápuhlíð 36

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál