Svona er Giambattista Valli x H&M línan í heild sinni

Árlega fer sænska móðurskipið H&M í samstarf við þekkta hönnuði. Í ár fer H&M í samstarf við Giambattista Valli en línan kemur á markað 7. nóvember næstkomandi í Smáralind. Hér má sjá frumsýningu línunnar í heild sinni en um er að ræða bæði dömu- og herralínu. 

Myndirnar eru teknar á heimili Giambattista Valli í Róm en myndirnar tók ljósmyndarinn Kyle Weeks og stílisering var í höndum Giovanna Battaglia Engelbert. Fyrirsæturnar sem sátu fyrir á myndunum eru meðal annars Oslo Grace, Leslye Houenou, Mara Kasanpawiro, Kohei Takabatake, Luka Isaac og Tom Rey.

mbl.is