Blár er litur ársins 2020

Blár er litur ársins hjá Pantone árið 2020.
Blár er litur ársins hjá Pantone árið 2020.

Litafyrirtækið Pantone hefur valið lit ársins fyrir árið 2020. Á næsta ári verður klassískur blár litur aðalmálið samkvæmt Pantone. Í lok hvers árs afhjúpar Pantone lit komandi árs og hef­ur litavalið mik­il áhrif á tísku­strauma ekki bara hvað varðar inn­an­húss­hönn­un held­ur líka farða og fatnað.  

Á vefsíðu Pantone er liturinn „PANTONE 19-4052 Classic Blue“ sagður bæði glæsilegur en á sama tíma einfaldur. Liturinn er þó ekki bara fallegur heldur hefur einnig táknræna merkingu. Liturinn er sagður tákna von um áræðni, öryggi og skapa frið enda mannkynið að stíga inn í nýtt tímabil. 

Litavalið hefur oft verið djarfara eins og þegar kórallitur var valinn litur ársins í fyrra. Fólk sem vill tolla í tískunni ætti þó að geta glaðst enda eru fallega bláar flíkur og hlutir alltaf flottir og fólk þarf ekki að óttast að liturinn detti úr tísku næstu áratugina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál