Raðaðu í bókahilluna að hætti Hollywood-stjörnu

Leikkonan Shay Mitchell raðar bókunum sínum eftir litum.
Leikkonan Shay Mitchell raðar bókunum sínum eftir litum. Samsett mynd

Að raða bókum eftir litum í bókahillur er gamalt og gott ráð til þess að gera heimilið fallegt og svínvirkar á heimili leikkonunnar Shay Mitchell. Mitchell og innanhúshönnuður hennar, Chad Wood, tóku á móti myndatökumanni Architectural Digest á heimili Pretty Little Liars-stjörnunnar. 

Eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan ræður notalegur stíll ríkjum á heimilinu. Bókahillur sem ná upp í loft og dökk málning ramma inn stofuna og setja bækurnar mikinn svip á heimilið. Einfalt er að líkja eftir stemningunni hjá stjörnunni með því að mála bókahillur í sama lit og vegginn og raða bókunum eftir lit í hillurnar. 

Bækurnar koma vel út í stofunni.
Bækurnar koma vel út í stofunni. skjáskot/Youtube

Að raða bókum eftir lit hefur verið í tísku í nokkur misseri og sést á heimili stjörnunnar að það virkar. Mitchell og innanhússhönnuður hennar prófuðu að snúa bókunum öfugt þannig að heiti bókarinnar sneri að veggnum en komust fljótt að því að slíkt virkar ekki vel ef fólk vill glugga í bækurnar. 

Hér fyrir neðan má sjá innlitið. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál