Tveir „heitir“ pottar og svart eldhús í Mosó

Við Ástu-Sólliljugötu í Mosfellsbæ stendur glæsilegt 302 fm einbýli sem byggt var 2018. Það vekur athygli að í húsinu eru tveir útipottar. Annar heitur og hinn kaldur. Fólk sem stundar kuldaþjálfum myndi elska að hafa slíkan búnað á heimili sínu. 

Húsið sjálft er smekklega innréttað með svörtum innréttingum, steini og fallegu gólfefni. Stíllinn er nútímalegur og smart. Eldhúsið er stórt með stórri eyju og góðu skápaplássi. Hægt er að halda skemmtileg boð í húsinu en eldhúsið er opið inn í stofu og því nægt rými fyrir eldhúspartí. 

Hjónaherbergið er með sér fataherbergi sem er staðsett bak við hjónarúmið. Það er stúkað af með vegg sem er flísalagður með dökkum marmaraflísum. 

Af fasteignavef mbl.is: Ástu-Sólliljugata 17

mbl.is