Dita Von Teese á eitt skrautlegasta heimili veraldar

Dita Von Teese á skrautlegt heimili.
Dita Von Teese á skrautlegt heimili. AFP

Burlesque-lista­kon­an Dita Von Teese opnaði heimili sitt fyrir hönnunartímaritið Architectural Digest. Heimili Von Teese er ansi skrautlegt og hún kemst vel að orði þegar hún segist vera maximalisti en ekki minimalisti. Þrátt fyrir að Von Teese eigi ótrúlega mikið af hlutum er hún lítið fyrir að kaupa nýtt og safnar antík.

Þegar tískugyðjan keypti húsið í Los Angeles fyrir fimm árum voru allir veggir hvítir. Von Teese segist hata hvítan lit og er nú eiginlega ekkert hvítt nema þá helst húsið að utan. Ein af ástæðum þess að Von Teese féll fyrir húsinu er að mikið var upprunalegt. 

Heimilishlutir Von Teese eru afar skrautlegir og má meðal annars sjá uppstoppuð dýr á heimilinu. Eina herbergið sem er málað í ljósum lit og ekki ofhlaðið skemmtilegum hlutum af flóamörkuðum er svefnherbergið. 

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá innlitið í heild sinni. 

mbl.is