Leyndarmálið á bak við bleika málningu

Það er ekki að undra að bleik eldhús eru eins …
Það er ekki að undra að bleik eldhús eru eins vinsæl og raun ber vitni. Ljósmynd/Farrow & Ball

Málningarfyrirtækið Farrow & Ball minnir reglulega á mikilvægi þess að við málum heimilið í alls konar litum. Þó svo hvítur litur geti verið dásamlega fallegur. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að skoða aðra liti og áhrif þeirra á okkur. 

Grænn litur er sem dæmi talinn róa taugakerfið. Þess vegna eru græn eldhús og græn svefnherbergi vinsæl um þessar mundir.

Rauður litur er talinn gera fólk orkumeira og jákvæðara. Þess vegna eru vinnuherbergi og leikherbergi oft máluð í rauðum lit. 

Blár litur býr til öryggi og traust innra með fólki. Þess vegna er vinsælt að mála fyrirtæki með bláum litum. 

Ástæðan fyrir því að bleikur er vinsæll um þessar mundir er sú að bleik herbergi gera fólk hamingjusamara. 

Svo af hverju ekki að mála heimilið í alls konar litum? Það þarf ekki að kosta mikið og ef liturinn er ekki að ganga má alltaf finna annan lit að mála yfir með. Eins er alltaf gaman að mála minni svæði með fallegum litum. Svo sem rými inn í skápum eða hluta af vegg. 

Bleikur litur inn í herbergið léttir lundina og eykur hamingjuna …
Bleikur litur inn í herbergið léttir lundina og eykur hamingjuna í lífinu. Ljósmynd/Farrow & Ball
Grænn litur inn á skrifstofuna getur haft róandi áhrif.
Grænn litur inn á skrifstofuna getur haft róandi áhrif. Ljósmynd/Farrow & Ball
Grænn litur í borðstofunni gerir stemninguna betri.
Grænn litur í borðstofunni gerir stemninguna betri. Ljósmynd/Farrow & Ball
Blár litur skapar traust og öryggi.
Blár litur skapar traust og öryggi. Ljósmynd/Farrow & Ball
Börnum líður vel í bláu herbergi.
Börnum líður vel í bláu herbergi. Ljósmynd/Farrow & Ball
Stundum getur verið nóg að mála einungis svæðið inni í …
Stundum getur verið nóg að mála einungis svæðið inni í skápnum. Ljósmynd/Farrow & Ball
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál