Tóku húsið í gegn vegna músagangs

Sigrún Rós Sigurðardóttir býr í fallegu nýuppgerðu húsi á Kársnesinu …
Sigrún Rós Sigurðardóttir býr í fallegu nýuppgerðu húsi á Kársnesinu í Kópavogi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Húðflúrarinn Sigrún Rós Sigurðardóttir og eiginmaður hennar Ingólfur Pálmi Heimisson gerðu nýverð upp einbýlishúsið sitt á Kársnesinu. Húsið var byggt árið 1942 og var því komið til ára sinna.

Sigrún segir þau hafa neyðst til að fara í framkvæmdirnar vegna músagangs. Til að byrja með ætluðu þau bara að taka eldhúsið í gegn en eitt leiddi af öðru á og endanum voru þau búin að gera húsið fokhelt. 

„Við ætluðum bara að breyta eldhúsinu því við héldum að þetta væri að koma inn hjá vaskinum en svo kom í ljós að þetta var að koma úr loftinu. Þannig að við enduðum á að hækka loftið og rífa niður nokkra veggi,“ segir Sigrún í viðtali. 

Sigrún segir að fólk sé oft feimið við að mála …
Sigrún segir að fólk sé oft feimið við að mála lítil rými með dökkum lit, en svo lengi sem manni líði vel í herberginu sé það í lagi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar framkvæmdirnar vorum komnar vel á vel komu í ljós einstaklega fallegir hlaðnir veggir sem setja nú svip sinn á heimilið. Sigrún segist hafa viljað halda þeim berum og gefa þeim nýtt líf.

Framkvæmdirnar hófust seint á síðasta ári en þau hjónin rétt náðu að gera allt klárt fyrir jólin. Sigrún segir að hún hafi haft mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig hún vildi hafa hlutina. 

Liturinn á veggjunum heitir Daggarblár og er keyptur í Byko.
Liturinn á veggjunum heitir Daggarblár og er keyptur í Byko. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir framkvæmdirnar hefur Sigrún ekki keypt inn mikið af húsgögnum þar sem gömlu húsgögnin pössuðu miklu betur inn í húsið eftir framkvæmdirnar en áður.

„Þau smullu bara einhvern veginn inn og þetta meikaði allt miklu meira sens,“ segir Sigrún.

Hvað fannst þér skemmtilegast í þessu ferli?

„Mér fannst skemmtilegast að gera þetta hús að mínu. Við vorum með smið, hann Lúlla smið, og hann fór eiginlega eftir öllu sem ég sagði og gerði,“ segir Sigrún. 

Liturinn sem Sigrún valdi á stofuna heitir daggarblár og passar einstaklega vel við leðursófana. „Það er alltaf talað um að það megi ekki setja dökka liti á lítil rými eða þar sem er lágt til lofts, mér finnst það bara alveg. Svo lengi sem það er kósý og fallegt og manni líði vel í rýminu þá meikar það sens,“ segir Sigrún. 

Fjöldi málverka eftir Sigrúnu prýðir heimilið um þessar mundir og …
Fjöldi málverka eftir Sigrúnu prýðir heimilið um þessar mundir og bíður þess að fara á málverkasýningu. Hér má sjá leikkonuna Marlene Dietrich, en sterkar konur eru helsti innblástur Sigrúnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Dökkgræna eldhúsinnréttingin er úr IKEA.
Dökkgræna eldhúsinnréttingin er úr IKEA. mbl.is/Eggert Jóhannesson



Þau keyptu allt nýtt inn í eldhúsið sem var komið til ára sinna. Sigrún segir að þau hafi reynt að fara sem sparlegast út úr þessu. Innréttinguna fengu þau í IKEA. Þau völdu græna innréttingu en Sigrún segir að það hafi verið mjög erfitt að finna liti á Íslandi. 

„Við ætluðum að skoða að hafa flísar í eldhúsinu og ég var að spá í bláum flísum, en svo er innréttingin það dökk að ég hugsa að ég fari í hvítar flísar. En það er ekki hægt að finna litríkar flísar og það tekur svolítinn tíma að finna réttu hlutina,“ segir Sigrún og bætir við að það sé bara skemmtilegt langtímaverkefni að finna réttu hlutina sem passi inn hverju sinni.

Grænn er allsráðandi í eldhúsinu og borðstofunni.
Grænn er allsráðandi í eldhúsinu og borðstofunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Plöntur og litir eru áberandi á heimili Sigrúnar.
Plöntur og litir eru áberandi á heimili Sigrúnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson



Hvert er þitt uppáhaldshorn á heimilinu?

„Ég á mér nokkur uppáhaldshorn hérna heima. Mér finnst hleðslan sem við fundum í veggjunum rosalega falleg. Þannig ég er rosalega hrifin af öllum stöðunum þar sem hún kemur fram. Stofan er líka í miklu uppáhaldi,“ segir Sigrún. 

„Síðan er það krókurinn minn inni í svefnherbergi sem er alveg yndislegur, með hellingi af blómum. Þar sit ég og mála,“ segir Sigrún. 

Heimili Sigrúnar er litríkt.
Heimili Sigrúnar er litríkt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sigrún vill heldur kaupa list frá öðrum heldur en skreyta …
Sigrún vill heldur kaupa list frá öðrum heldur en skreyta heimili sitt með sínum eigin málverkum. mbl.is/Eggert Jóhannesson



Sigrún er einstaklega listræn enda vinnur hún sem húðflúrari á tattústofunni Bleksmiðjunni. Tattústofur þurftu að loka í samkomubanninu en Sigrún hafði þó nóg fyrir stafni á meðan og byrjaði aftur að mála. Hún málar málverk sem eru innblásin af sterkum konum sem hafa haft áhrif á Sigrúnu í gegnum árin. 

Hún hélt áfram að mála eftir að samkomubanninu lauk og hélt málverkasýningu á veitingastaðnum The Coocoo's Nest nú í byrjun júní.

Sigrún segir að hún sé ekki mikið fyrir það að skreyta eigin heimili með verkum eftir sjálfa sig, þótt nokkur þeirra séu á heimilinu núna. Hún vill frekar kaupa list af öðrum og sést það á fallega skreyttu heimili hennar. 

Sterkar konur eru innblástur Sigrúnar í málverkum hennar.
Sterkar konur eru innblástur Sigrúnar í málverkum hennar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Höfuðkúpa af hrúti.
Höfuðkúpa af hrúti. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Eitt af uppáhaldshornum Sigrúnar á heimilinu er hornið þar sem …
Eitt af uppáhaldshornum Sigrúnar á heimilinu er hornið þar sem hún málar myndirnar sínar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nýjasta verk Sigrúnar í vinnslu.
Nýjasta verk Sigrúnar í vinnslu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Svefnherbergið er bleikt.
Svefnherbergið er bleikt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Plöntur eru áberandi á heimilinu.
Plöntur eru áberandi á heimilinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál