Lyktar eins og fullnæging Paltrow

Það ku vera góð lykt af Paltrow.
Það ku vera góð lykt af Paltrow. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Gwyneth Paltrow er þekkt fyrir að fara óhefðbundnar leiðir. Hún er mikill heilsugúrú og á lífstílsfyrirtækið Goop.

Í febrúar vakti hún mikla athygli með ilmkertinu Lyktar eins og píkan mín (This Smells Like My Vagina) og nú fylgir hún því eftir með því að hefja sölu á ilmkertinu Lyktar eins og fullnægingin mín (This Smells Like My Orgasm). 

Í spjallþætti Jimmy Fallon sagði Paltrow að út væri komið nýtt ilmkerti sem væri tilvalið fyrir Fallon að gefa eiginkonu sinni. 

Í vörulýsingu Goop segir að ilmurinn sé mjög kynþokkafullur, óvæntur og ávanabindandi. Finna megi keim af neroli og greipaldin.

Loks má geta þess að fullnægingin kostar um 75 dollara eða um tíu þúsund íslenskar krónur.

Ilmkertið sem á að lykta eins og fullnæging.
Ilmkertið sem á að lykta eins og fullnæging. Skjáskot/Goop
mbl.is