Thompson selur húsið í Kaliforníu

Tristan Thompson selur höllina í Los Angeles.
Tristan Thompson selur höllina í Los Angeles. AFP

NBA-leikmaðurinn Tristan Thompson hefur sett hús sitt í Encino í Kaliforníu í Bandaríkjunum á sölu. Thompson hefur búið bæði í Cleveland, þar sem hann leikur með liðinu Cleveland Cavaliers, og í Los Angeles þar sem barnsmóðir hans Khloé Kardashian býr. 

Nú eru hann og Kardashian tekin aftur saman eftir um eitt og hálft ár í sundur og því hefur hann engin not fyrir annað hús í Kaliforníu. 

Húsið er staðsett fyrir botni San Fernando dalsins á Los Angeles svæðinu og er eini 916 fermetrar að stærð. Í því er að finna 7 svefnherbergi og sjö og háloft baðherbergi. Húsið var byggt árið 2018 og er fallega innréttað. Þar er að finna falleg eikarparket og nokkur marmara eldstæði. 

Húsinu fylgir 148 fermetra gestahús með tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Ásett verð eru 8,5 milljónir bandaríkjadala eða um 1,1 milljarður íslenskra króna.

Húsið er afar glæsilegt.
Húsið er afar glæsilegt. Ljósmynd/Thefridmangroup.com
Ljósmynd/Luxury Level
Ljósmynd/Luxury Level
Ljósmynd/Luxury Level
Ljósmynd/Luxury Level
Ljósmynd/Luxury Level
Ljósmynd/Luxury Level
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál