Algeng hönnunarmistök og hvernig á að forðast þau

Það er flókið að láta drauma sína rætast á heimilinu, …
Það er flókið að láta drauma sína rætast á heimilinu, eða hvað? Ljósmynd/Unsplash/Jason Briscoe

Flest viljum við hafa huggulegt heima hjá okkur og dreymir um að eiga eins heimili og í tímaritunum. Það getur hins vegar verið algjör höfuðverkur að ná því að gera heimilið huggulegt og eins og þig dreymir um. 

Innanhússhönnuðirnir Jordan Clurore og Russell Whitehead segja að það eina sem fólk þurfi að gera sé að hugsa aðeins öðruvísi. Þeir fóru yfir algeng innanhússhönnunarmistök sem þeir sjá reglulega heima hjá viðskiptavinum sínum og gáfu ráð um hvernig skuli laga þau. 

Það helsta sem viðskiptavinir þeirra glíma við er að þeir sjá ekki fyrir sér heildarmyndina um draumaheimilið og hvað þeir vilji leggja áherslu á. Aðrir eru með góða hugmynd um hvað þeir vilja en eru of feimnir við að láta draum sinn rætast.

Þú heillast auðveldlega af fallegum hlutum og kaupir þá strax

Fyrstu mistökin eru að kaupa alltaf allt fallegt sem þú sérð eða það sem er í tísku. Marmarasófaborð, bleikir hlutir, plöntur, þú kaupir þetta allt en hefur ekki hugmynd um hvar þú ætlar að hafa þetta á heimilinu. Þú heillast auðveldlega af nýjum litum, formum og hlutum sem þú sérð. Ef þú keyptir eitthvað nýlega án þess að íhuga innkaupin og ert ekki enn búinn að finna rétta staðinn fyrir það þá ert þetta þú. 

Lausnin: Keyptu minna og vandaðu kaupin

Fylgihlutirnir eða „hlutir lífsins“ eru mikilvægir og þeir geta verið svo miklu meiri og stærri en handahófskenndir hlutir þegar þú virkilega íhugar innkaupin. Hugsaðu um vægi hlutanna. Þetta hljómar kannski furðulega en þetta getur virkilega hjálpað þér við að kaupa minna. Spurðu sjálfan þig: „Vil ég virkilega að þessi hlutur komi í ferðalag lífsins með mér? Er þessi hlutur þér mikilvægur? Ertu tilfinningalega tengdur hlutnum eða kemur hann þér bara í gott skap?“

Íhugaðu innkaupin vel og ímyndaðu þér stað fyrir hlutinn heima hjá þér. Það gefur þér góða hugmynd um hversu mikið vægi hluturinn hefur fyrir þér.

Eitt skref í einu.
Eitt skref í einu. Ljósmynd/Unsplash/Toa Heftiba

Þú ert of feiminn til að láta drauma þína rætast

Eru hlutir heima hjá þér sem þú felur þegar fólk kemur í heimsókn? Þú veist þessir litlu, handahófskenndu hlutir sem bara þú skilur. Áttu kannski fullt af málvekum, myndum og plakötum sem eru að bíða eftir að fara á veggina af því þú getur ekki ákveðið hvar þeir eiga vera? Eru allir veggirnir hjá þér hvítir af því þú ert hræddur um að móðga fólk með litavalinu? Ertu enn þá með gamla brotna sófann því þú hefur ekki fundið þann eina rétta enn þá? Þá ertu of feiminn til að láta innanhússdrauma þína rætast. 

Lausnin: Einbeittu þér að einu herbergi í einu

Þú þarft að taka líf þitt skipulega í gegn. Byrjaðu hægt og rólega og skelltu uppáhaldsmyndinni þinni í ramma og einbeittu þér að einu herbergi í einu. Leitaðu svo inn á við og veltu fyrir þér af hverju þú ert að fela hluta af persónuleika þínum. 

Kannski stafar þetta af því að þú hefur ekki haft tíma til að skipuleggja þig. Eða þú ert of feiminn til að fylgja eftir eigin draumum. Mundu að það er enginn að dæma þig nema þú sjálfur. Þín skoðun er sú eina sem skiptir máli.

Leyfðu öllum þínum draumum að rætast í fyrsta herberginu og þræddu þig svo í gegnum heimilið. 

Einblíndu á eitt herbergi og þræddu þig svo í gegnum …
Einblíndu á eitt herbergi og þræddu þig svo í gegnum húsið. Ljósmynd/Unsplash/Jean-Philippe Delberghe

Þú er innblásturssafnari

Þú ert með fullt af hugmyndum sam þig langar til að gera að veruleika á heimilinu en einhvern veginn ertu bara með full af skjáskotum í símanum en sama gamla heimilið. Þú ert búin/n að fá svo margar hugmyndir að þú kemst hvorki lönd né strönd. Hvar áttu eiginlega að byrja?

Lausnin: Staldraðu við og hugsaðu

Skoðaðu það sem þú ert búinn að sanka að þér. Staldraðu við og skoðaðu myndirnar. Hvað af þessum myndum er einfalt að raungera á heimilinu? Það gæti verið málningin, lýsingin, flísarnar eða munstur sem lætur þér líða vel. 

Fysta skrefið er að staldra við og hugsa um það sem þú hefur nú þegar sankað að þér. Þá geturðu byrjað að nota myndirnar sem raunverulegan innblástur. Reyndu að skilja hvað það er við þær sem heillar þig svona mikið og athugaðu hvað af þeim þú getur notað. 

Það er góð hugmynd að skrifa niður tilfinningarnar sem þú upplifir við að skoða hverja mynd fyrir sig og af hverju.

Hættu að safna innblástursmyndum og skoðaðu hvað það er sem …
Hættu að safna innblástursmyndum og skoðaðu hvað það er sem heillaði þig við myndina. Ljósmynd/Unsplash/Alexandra Gorn
mbl.is