Djarft eldhús Hollywood-stjörnu

Eldhús Hilary Duff er ekki litlaust.
Eldhús Hilary Duff er ekki litlaust. Skjáskot/Youtube

Leikkonan Hilary Duff á einstaklega líflegt heimili í Los Angeles í Bandaríkjunum. Sterkir litir og áberandi mynstur eru í aðalhlutverki á heimilinu en Duff sýndi hönnunartímaritinu Architectural Diges fallegt heimili sitt.

Eldhúsið er í miklu uppáhaldi hjá Duff. Í eldhúsinu sem er í opnu rými eru tvær eyjur. Annars vegar vinnueyja og hinsvegar eyja sem nýtist til að borða við. Veggflísar í eldhúsinu vekja strax athygli og eru ólíkar því sem fólk á að venjast.

„Ég sagði að mig langað annað hvort í myntugræna eldhússkápa eða mjög bláa,“ sagði Duff um eldhúsið sitt.

„En þegar við fórum að versla sá ég þessar flísar og féll alveg fyrir þeim. Þær eru skemmtilegar og lifandi. Ég viðurkenni samt að ég fékk áfall fyrst þegar við byrjuðum að flísaleggja,“ sagði Duff en innanhúshönnuðir hennar róuðu hana og sögðu henni að þetta myndi allt smella saman þegar hlutir kæmu inn í eldhúsið og sem betur fer höfðu hönnuðirnir rétt fyrir sér.

Í dag er hún mjög ánægð með eldhúsið. Hún tók djarfa ákvörðun en segir það einmitt vera hluta af persónuleika sínum. Flísarnar eru líka í útieldhúsinu og hjálpa þær við að mynda eina heild. Hér fyrir neðan má sjá Duff sýna heimili sitt.

Flísarnar eru áberandi.
Flísarnar eru áberandi. Skjáskot/Yutube
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál