Vera og Ágúst tóku bústaðinn í gegn

Vera, Ágúst og börn þeirra Indía Nótt, Rökkvi og Máni.
Vera, Ágúst og börn þeirra Indía Nótt, Rökkvi og Máni. Ljósmynd/Kristín Vald Photography

Vera Sif Rúnarsdóttir og eiginmaður hennar Ágúst Ásbjörnsson keyptu sér sumarbústað í byrjun sumars. Þau ákváðu að taka bústaðinn í gegn og gerðu hann að sínum með stórkostlegri útkomu. 

„Það hefur alltaf verið draumur hjá okkur að eignast bústað umkringdan fallegri náttúru þar sem börnin okkar geta hlaupið um og skapað minningar. Við seldum fyrirtækið okkar fyrr á árinu vegna anna fjölskyldulífsins en þá vantaði okkur að sjálfsögðu annað verkefni,“ segir Vera í viðtali við Smartland. Saman eiga þau Ágúst dótturina Indíu Nótt, fjögurra ára, og tvíburana Rökkva og Mána sem eru eins árs. 

Vera og Ágúst máluðu bústaðinn svartann.
Vera og Ágúst máluðu bústaðinn svartann. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Vera og Ágúst vildu halda bústaðar-sveita stílnum.
Vera og Ágúst vildu halda bústaðar-sveita stílnum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

„Við sáum þennan bústað auglýstan til sölu í vor og urðum alveg heilluð enda er hann umkringdur trjám og stendur á mjög stórri eignarlóð. Hann er í Brekkuskógi, rétt hjá Laugarvatni, svo maður er ekki nema rúma klukkustund að keyra. Okkur langaði að gera hann að okkar eigin og ákváðum því að gera hann upp. Upphaflega ætluðum við bara að byrja á því að mála og gera hann svo upp smátt og smátt en þegar maður byrjar þá er þetta fljótt að vinda upp á sig og erfitt að hætta,“ segir Vera. 

Þau enduðu á að mála hann allan að bæði utan og innan. Þau skiptu út eldhúsinnréttingunni og annarri baðherbergisinnréttingunni en hina lökkuðu þau. Þau skiptu út sturtuklefanum og öllum ljósum og bættu við lýsingu, eins og hangandi ljósi yfir borðstofuborðinu og í stofunni. 

Liturinn á herbergjunum heitir Hipster Brown.
Liturinn á herbergjunum heitir Hipster Brown. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Þau opnuðu svo upp á svefnloftið og létu sérsmíða stiga þangað upp en fyrir var bara hleri og snarbrattur stigi sem var óbarnvænn. Loftið var bara fokhelt þegar þau keyptu bústaðinn svo þau byrjuðu á því að klæða það. Þau útbjuggu svo fjórar tvöfaldar lokrekkjur og jókst svefnplássið í bústaðnum því mikið. 

Flest húsgögnin keyptu þau svo notuð eða fengu á nytjamörkuðum. Annað er úr Ikea og Rúmfatalagernum. 

Húsgögnin fengu þau flest á nytjamörkuðum.
Húsgögnin fengu þau flest á nytjamörkuðum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

„Okkur langaði að skapa huggulegt og hlýlegt andrúmsloft og völdum því að nota mikið af basti, við og jarðlitum, en við vildum reyna að halda í þennan bústaðar-sveita-fíling þrátt fyrir að mála panelinn í lit.

Stærsti höfuðverkurinn myndi ég segja að hafi verið að velja lit á veggina. Við fórum í allar málningarbúðir höfuðborgarsvæðisins til að fá prufur og fórum í marga hringi með litaval en erum ótrúlega ánægð með lokaniðurstöðuna,“ segir Vera. 

Liturinn á alrýminu heitir Raw Canvas en inni í herbergjum er liturinn Hipster Brown. Báðir frá Jötunn Lady. 

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

„Að utan vildum við mála hann alveg svartan og völdum svo ljósan beige-lit á pallinn en fyrir var hann málaður með þekjandi lit sem náðist ekki af og því kom ekkert annað til greina en að mála hann aftur með þekjandi.

Það tók okkur ekki nema fjóra mánuði að umbreyta bústaðnum en við fengum góða hjálp hjá fjölskyldu og fagmönnum.“

Þau létu sérsmíða stiga upp á svefnloftið.
Þau létu sérsmíða stiga upp á svefnloftið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Uppi á lofti útbjuggu þau fjórar tvöfaldar lokrekkjur.
Uppi á lofti útbjuggu þau fjórar tvöfaldar lokrekkjur. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Eldhúsinnréttingin er úr Ikea.
Eldhúsinnréttingin er úr Ikea. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Liturinn á alrýminu heitir Raw Canvas.
Liturinn á alrýminu heitir Raw Canvas. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is