Fantaflott eldhús við Rauðalæk

Við Rauðalæk í Reykjavík stendur mjög falleg 165,3 fm íbúð sem búið er að endurnýja mikið. Húsið sjálft var byggt 1960. 

Búið er að endurnýja íbúðina mikið. Þar er til dæmis nýlegt eldhús sem er sérlega vandað og fallegt. Þar mætist hnota og hvítar sprautulakkaðar innréttingar og setja ljósar Subway-flísar svip sinn á eldhúsið. Í stað þess að hafa eyju er innréttingin meðfram veggjunum og eldhúsborðið í miðjunni og er loftið aðeins tekið niður til að gera rýmið hlýlegra. 

Eldhúsið var endurnýjað 2018 og þá var líka skipt um gólfefni á íbúðinni og harðparket sett í staðinn. 

Það andar vel á milli rýma eins og sést á myndunum en íbúðin er á tveimur hæðum og hver fermetri nýttur til hins ýtrasta. 

Af fasteignavef mbl.is: Rauðalækur 47

mbl.is