Kjartan Atli og Pálína selja útsýnisíbúðina

Fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson og körfuboltastjarnan Pálína María Gunnlaugsdóttir hafa sett útsýniíbúð sína í Garðabæ á sölu. Íbúðin er 113 fm að stærð og stendur á efstu hæð í blokk sem byggð var 1984. 

Heimili parsins er afar stílhreint og smekklegt. Þar er hver hlutur á sínum stað og ekkert sem truflar augað eða veldur ófriði í hjartanu. 

Á þessu ári var íbúðin endurnýjuð og sett ný eldhúsinnrétting sem er hvít sprautulökkuð með hvítum borðplötum. Fallegt parket er á gólfum sem gefur rýmum íbúðarinnar hlýlegra yfirbragð. 

Eins og sést á myndunum eru Kjartan og Pálína stílhrein og smart og svo skemmir útsýnið úr íbúðinni ekki fyrir neinu. 

Af fasteignavef mbl.is: Hrísmóar 1

mbl.is