Fyrrverandi skólastjórahjón keyptu íbúð Birgittu Lífar

Birgitta Líf Björnsdóttir.
Birgitta Líf Björnsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birgitta Líf Björnsdóttir áhrifavaldur og markaðsstjóri World Class, sem er í eigu foreldra hennar, seldi íbúð sína við Vatnsstíg 20-22 í lok síðasta árs. Hún seldi íbúðina á 67 milljónir en fasteignamat hennar er 69 milljónir. Hún festi kaup á íbúðinni 2018. 

Íbúðin er 103 fm að stærð og er í húsi sem byggt var 2015. Smartland greindi frá því að íbúðin væri komin á sölu í maí 2020. Íbúð Birgittu var smekklega innréttuð með bláum flauelssófa, sveppalitum veggjum og hlýlegum gluggatjöldum. Eldhús og stofa eru í sama rými og íbúðin státar af fallegu útsýni út á Faxaflóa. 

Kaupendur íbúðarinnar eru Hanna María Skaftadóttir McClure fyrrverandi prófstjóri hjá Flugskóla Íslands og Baldvin Birgisson fyrrverandi skólastjóri Flugskóla Íslands. Snemma árs 2019 var Flugskóli Íslands keyptur af Keili og er sameiginlegur flugskóli rekinn undir nafninu Flugakademía Íslands. 

Hjónin fengu íbúðina afhenta í nóvember.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Baldvin Birgisson, skólastjóri Flugskóla Íslands, flutti ávarp við útskrift vorið …
Baldvin Birgisson, skólastjóri Flugskóla Íslands, flutti ávarp við útskrift vorið 2019. Ljósmynd/Erling Ó. Aðalsteinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál