Fatahönnuður stjarnanna með tryllt húsgögn

Whoopi Goldberg og Christian Siriano.
Whoopi Goldberg og Christian Siriano. AFP

Christian Siriano hefur gert það gott undanfarin ár sem fatahönnuður og margar af stærstu stjörnum heims klæðst hönnun hans. Nú er hann búin að stofna innanhússhönnunarfyrirtækið Siriano Interiors. Miðað við fyrstu verk eiga aðdáendur hans og innanhússáhugafólk von á góðu. 

Fyrirtækið er að hanna hótel í Hollywood og er búið að hanna eigin búð í New York. Ásamt því að sjá um innanhússhönnun selur það hönnun Sirianos. Í netversluninni er meðal annars hægt að kaupa púða, sófa og stóla. Form húsgagnanna er óvenjulegt eins og sjá má hér að neðan. Fatahönnuðurinn er einnig þekktur fyrir óvenjuleg og ýkt form í fatahönnun sinni. 

Sófinn Lola eftir Christian Siriano. Sófinn kostar 3.200 Bandaríkjadali.
Sófinn Lola eftir Christian Siriano. Sófinn kostar 3.200 Bandaríkjadali. Ljósmynd/Srianointeriors.com
Stóllinn Lula eftir Christian Siriano. Stóllinn kostar 1.695 Bandaríkjadali.
Stóllinn Lula eftir Christian Siriano. Stóllinn kostar 1.695 Bandaríkjadali. Ljósmynd/Srianointeriors.com
mbl.is