Bubbi og Hrafnhildur keyptu glæsihús á Nesinu

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir og Bubbi Mortens munu flytja úr Kjósinni næsta …
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir og Bubbi Mortens munu flytja úr Kjósinni næsta sumar. mbl.is/Golli

Poppstjarna Íslands, Bubbi Morthens, og eiginkona hans, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir viðskiptafræðingur, hafa fest kaup á fallegu einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Húsið er 293 fm að stærð og var byggt 1986. Fasteignamat hússins er um 111 milljónir og keyptu hjónin húsið í skúffunni eins og sagt er. Það þýðir að húsið fór ekki í almenna sölu og var ekki auglýst til sölu. 

Hjónin hafa búið í Kjós í meira en áratug í dásamlegu húsi sem þau seldu á dögunum eins og Smartland greindi frá. 

Það má kannski segja að hjónin séu komin aftur „heim“ þar sem Bubbi bjó á Nesinu þegar hann bjó með fyrri eiginkonu sinni. Auk þess búa foreldrar Hrafnhildar á Nesinu og því stutt að fara í heimsókn til þeirra. 

Tilvonandi nágrannar Bubba og Hrafnhildar eru auk þess af dýrustu sort, Jón Jónsson tónlistarmaður og Hafdís Jónsdóttir tannlæknir og Hörður Felix Harðarson lögmaður svo einhverjir séu nefndir.

Hér er húsið við Nesbala 46.
Hér er húsið við Nesbala 46.
Hrafnhildur og Bubbi eru afar glæsileg hjón en þau gengu …
Hrafnhildur og Bubbi eru afar glæsileg hjón en þau gengu í hjónaband 7. júní 2008. mbl.is/Haraldur Guðjónsson
mbl.is