138 ára hreppstjórahús á Álftanesi

Breiðabólsstaðir á Álftanesi eiga sér einstaklega áhugaverða sögu.
Breiðabólsstaðir á Álftanesi eiga sér einstaklega áhugaverða sögu. Ljósmynd/Fredrik Holm

Breiðabólstaðir á Álftanesi eru nú til sölu. Húsið er alveg einstakt en það er eitt elsta húsið á Álftanesi.

Um er að ræða 187 fermetra einbýli sem var byggt árið 1883. Húsinu hefur verið vel viðhaldið öll þessi ár og hefur nánast allt verið endurnýjað á mjög smekklegan hátt. Þar að auki er húsið á gullfallegum stað sem hentar þeim sem vilja búa nálægt náttúrunni. 

Húsið býður upp á marga kosti fyrir þá sem vilja bæta og betra umhverfi sitt. Á gólfum er fallegur viður og víðast hvar eru veggirnir panelklæddir en þó má sjá glitta í fallega steina, eins og í skorsteininum sem liggur í gegnum húsið. 

Eldhúsið er í skemmtilegum stíl en innréttingin er svört með viðarborðplötum og panellinn fær að njóta sín á veggjunum. Það er greinilegt að litríkar persónur búa í húsinu því veggirnir eru svo sannarlega litríkir. Í húsinu eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Úr kjallara hússins er innangengt í aukaíbúð sem hægt er að leigja út.

Breiðabólstaðir eiga sér áhugaverða sögu en Björn Guðmundsson steinsmiður reisti húsið árið 1883. Í húsið var notað klofið grjót af landareigninni auk afgangsgrjóts úr Alþingishúsinu sem var reist nokkrum árum áður. Í því bjuggu hreppstjórinn Erlendur Erlendsson og eiginkona hans Þuríður Jónsdóttir. 

Timbrið í húsinu á sér líka sögu en það kom meðal annars úr öðru húsi, Eyrarhúsi, sem var rifið sama ár og Breiðabólstaðir voru reistir. Þá eru eikardrangarnir úr eikarskipinu Valkyrju sem var stórt saltskip sem strandaði við eyrina.

Af fasteignavef mbl.is: Breiðabólstaðir

Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
Ljósmynd/Fredrik Holm
mbl.is