Einstakur „sumarbústaður“ Christine í blokk í vesturbænum

Ljósmynd/Christine Gísla

Christine Gísla ljósmyndari, segist hrífast af afslöppuðum stíl og hlutlausum tónum þegar kemur að fegrun heimilisins. Hún kýs þá heldur að skapa mynstur og fegurð með blómum, en Christine starfaði árum saman sem blómaskreytir áður en hún gaf sig að listljósmyndun. 

Christine Gísla ljósmyndari.
Christine Gísla ljósmyndari.
Í kring um síðustu áramót festi Christine Gísla ljósmyndari kaup á skemmtilegri hundrað fermetra blokkaríbúð við Boðagrandann í Reykjavík sem hún segir sumarbústaðinn í borginni en Christine býr einnig á Selfossi. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt samfélag þarna á Boðagranda. Það virkar svolítið eins og lítið þorp. Fólk heilsast og þekkist og við fengum mjög góðar móttökur frá nýjum nágrönnum þegar við fluttum inn,“ segir Christine og bætir við að útsýnið frá íbúðinni sé yndislegt.

„Það er dásamlegt útsýni hérna og þá er auðvitað alltaf eitthvað að gerast. Frá stofuglugganum get ég fylgst með leikjum og æfingum hjá KR og mér finnst rosalega skemmtilegt að heyra lætin og fjörið í kringum það. Svo horfi ég á sjóinn út um eldhúsgluggann. Maður sér alls konar mismunandi liti og ljós þegar horft er yfir að Esjunni og yfir hafið. Ég heillast svo af fegurðinni og náttúrunni og þessari kyrrð sem við höfum aðgang að hérna á Íslandi. Fólk þarf yfirleitt ekki að fara mjög langt til að vera bara eitt með sjálfu sér og náttúrunni. Það er okkar stóri auður, finnst mér,“ segir Christine.

Ljósmynd/Christine Gísla
Ljósmynd/Christine Gísla

Notar blóm til að breyta um stemningu

Eins og flestum finnst Christine gaman að blanda saman persónulegum og gömlum munum við nýrri hluti og húsgögn þegar kemur að því að gera heimilið notalegt. „Mér finnst skemmtilegt að nota blóm og teppi og þess háttar þegar ég vil breyta um stemningu. Bæði ný, afskorin blóm og líka pottablóm. Blóm gefa mér svo mikið og það er svo auðvelt að nálgast þau. Stundum klippi ég grein af tré þegar ég fer út að ganga og um daginn náði ég í litla grasþúfu og setti í pott. Það getur verið mjög fallegt. Svo finnur maður oft fallega steina og ýmislegt annað úr náttúrunni sem hægt er að nota til að skreyta heimilið,“ segir Christine sem einbeitir sér líka að gróðri og náttúru við listsköpun sína, en á mörgum ljósmynda hennar má sjá ýmsar gerðir af flóru landsins.

Christine er ein af þeim sem leitar ekki langt yfir skammt þegar kemur að heimili og hönnun því hún á eina uppáhaldsbúð þar sem hún kaupir flest sín húsgögn og skrautmuni. „Mjög mikið af því sem ég hef keypt í gegnum árin er að finna í versluninni Magnoliu þar sem þeirra klassíski og afslappaði stíll er svo mikið í takt við minn smekk og ég kann vel að meta jafnvægið í litavalinu þar,“ segir Christine að lokum.

Ljósmyndir eftir Christine má skoða á vefnum christinegisla.com og vefur systur hennar, Katrínar, er katra.is en þar má sjá fleiri leirlistaverk eftir hana.

Ljósmynd/Christine Gísla
Ljósmynd/Christine Gísla
Ljósmynd/Christine Gísla
Ljósmynd/Christine Gísla
Ljósmynd/Christine Gísla
Ljósmynd/Christine Gísla
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál