Heimili Annie Mistar er engu líkt

Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir. Ljósmynd/Foodspring

Íþróttastjarnan Annie Mist Þórisdóttir hefur sett sitt glæsilega heimili á sölu. Hún er búin að eiga góðar stundir í íbúðinni síðan 2015 þegar hún festi kaup á henni. 

Stíllinn heima hjá Annie Mist er svolítið öðruvísi en gengur og gerist. Til þess að hressa upp á hvítar og dökkar innréttingar er steinhleðsla á veggnum sem gerir heildarmyndina skemmtilega. Stóru loftljósin fyrir ofan eyjuna í eldhúsinu setja svip á eldhúsið. Í eldhúsinu eru steyptar borðplötur sem búa yfir miklum sjarma. Svona steinn er líka praktískur því hann þolir allt. 

Á baðherberginu fær steinhleðslan líka að njóta sín og skapar þetta fallega heildarmynd á heimilinu. Þar er líka steypt borðplata líkt og í eldhúsinu. 

Það er ekki hægt að skrifa um heimili afreksíþróttakonunnar án þess að minnast á útsýnið. Það er algerlega stórbrotið en fyrir utan gluggann blasir Nauthólsvík við ásamt Perlunni sem er eitt af þeim húsum sem gera Reykjavík og höfuðborgarsvæðið að betri stað. 

Af fasteignavef mbl.is: Naustavör 12

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is