Konur hanna hlýlegra umhverfi

Teymið á bak við hönnun Woolwich Pier-hótelsins voru konur sem …
Teymið á bak við hönnun Woolwich Pier-hótelsins voru konur sem settu mjúka liti og fegurð inn í rýmið. mbl.is/Instagram

Woolwich Pier-hótelið í Ástralíu er vinsæll viðverustaður þeirra sem búa í nágrenni þess. Hluti hótelsins var gerður upp nýverið og sá arkitektastofan Alexander & Co um hönnunina. Stjórnandi stofunnar, Jeremy Bull, segir hótelið sönnun þess að þegar konur fá að ráða í hönnunarteyminu þá verður andrúmsloftið kvenlegt, hlýlegt og notalegt. 

Hótelið er fallegt með mjúkum pastel-litum í bland við marmara og þægilega lýsingu.

Á vorin er vinsælt að mála í litum sem eru ljósir og hlýlegir. Þá sér í lagi þegar fólk hefur fengið nóg af myrkri og drunga. 

Hönnunin á Woolwich Pier sýnir hversu klassískir pastel-litir geta verið í bland við klassísk húsgögn og vandað gólfefni. 

Bleikir stólar í bland við gráa tóna er falleg samsetning.
Bleikir stólar í bland við gráa tóna er falleg samsetning. mbl.is/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál