Svona lokkar þú alvöru álfa í garðinn þinn

Það geta allskonar ævintýri gerst í garðinum.
Það geta allskonar ævintýri gerst í garðinum. mbl.is/Colourbox

Á vefnum landslag.is, sem Björn Jóhannsson landslagsarkitekt stýrir, er að finna nokkuð góðar leiðbeiningar um hvernig bera á sig að fái maður áhuga á að laða til sín álfa. Textahöfundur virðist hafa leitað ráða hjá sérfróðum og komist að því að álfar séu miklar náttúruverur sem þurfi ákveðnar gerðir bústaða svo þeir megi blómstra.

„Til þess að útbúa garð þannig að hann laði til sína álfa þarf að bera virðingu fyrir náttúru og umhverfi. Álfar eru náttúruverur í miklum tengslum við gróður og móður jörð. Uppbygging bústaða þeirra þarf því að miða að því að góð jarðtenging fáist, sérstaklega þegar verið er að koma fyrir klettum, dröngum eða stórum steinum. Því stærra hlutfall steinsins sem er neðanjarðar því betri verður tengingin við jörðina. Til að tryggja þetta má miða við að tveir þriðju hluta hans séu neðanjarðar. Ef um er að ræða fleiri en einn stein þurfa þeir að falla þétt saman og helst þannig að ekki sjáist í gegnum bilið á milli þeirra. Áður en slíkum steinum er komið fyrir þarf að skoða lögun þeirra vel. Álfabústaðir þurfa dyr, en þær eru ofanjarðar og myndast á flötum hluta steinsins. Því er sléttur flötur látinn standa upp úr jörðinni til að mynda dyrnar, halla eilítið mót himni en snúa þannig að þær nái annaðhvort sólargeislum morguns eða kvölds. Til þess þurfa dyrnar að snúa móti austri eða vestri. Álfar búa einnig í grashólum og ef hóll er mótaður fyrir álfa skal hann vera fallegur í laginu og lagaður með ást og umhyggju.“

Þá er bara að drífa þetta í gang og vona það besta.

Teikning um hvernig maður laðar til sín álfa.
Teikning um hvernig maður laðar til sín álfa.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »