Björg selur íbúðina og byrjar að búa með ástinni

Björg Magnúsdóttir hefur sett íbúð sína við Flyðrugranda á sölu.
Björg Magnúsdóttir hefur sett íbúð sína við Flyðrugranda á sölu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björg Magnúsdóttir, handritshöfundur og sjónvarpsstjarna, hefur sett íbúð sína við Flyðrugranda á sölu. Hún hyggst byrja að búa með ástinni, Tryggva Hilmarssyni, sem er grafískur hönnuður en þau hnutu um hvort annað fyrir rúmlega ári.  

Íbúð Bjargar er 70 fm að stærð og er í blokk sem byggð var 1979. Blokkirnar við Flyðrugranda eru mjög eftirsóttar enda eru íbúar þeirra með stúkusæti út á KR-völlinn. 

Í eldhúsinu er hvít, sprautulökkuð innrétting með lausri eyju og er eldhúsið opið inn í stofu. Íbúðin er mjög vel skipulögð með einu salerni og tveimur herbergjum. Eins og sést á myndunum hefur Björg búið sér samastað sem iðar af menningu og notalegheitum. 

Af fasteignavef mbl.is: Flyðrugrandi 12

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is